Leita í fréttum mbl.is

Hvar er gleðin?

Ég fór markvisst inn á mbl.is áðan til að leita uppi jákvæðar fréttir en fann engar.

Fyrirsagnir "Helstu frétta" hljóma svona:

  • Karlmaður í gæsluvarðhald
  • Gas olli slysi í kafbáti
  • Stórbruni í Drammen
  • Hnífsstunga og erill
  • Kjörumhverfi fyrir spillingu

Fyrirsagnir í "Mest lesið" hljóma svona:

  • Bætti á sig 20 kílóum
  • Hneykslismál í Tyrklandi
  • Stórbruni í Drammen
  • Styðja illa íslendinga hjá IMF
  • Karlmaður í gæsluvarðhald

Nú spyr ég eins og sá einfeldningur sem ég er: Hvar er gleðin? Er EKKERT jákvætt að gerast worldwide?? Nú er ég ekki að segja að ég vilji bara grafa hausinn í sandinn og neita að horfast í augu við hlutina en þurfum við bara ekki svolítið á jákvæðum fréttum að halda í dag?

We've got to learn hard things in our lifetime, but it's love that gives you the strength. It's being nice to people and having a lot of fun and laughing harder than anything, hopefully every single day of your life.

Þetta sagði viskumolinn hún Drew Barrymore Wink and boy is she right or what?

funny_peopleÉg held að þessi náungi hafi ekki fundið gleðina í vinnunni þennan dag. Nema hann sé þeim mun jákvæðari manneskja og mun ég þá bera mikla virðingu fyrir honum fái ég þær fréttir.

 

 

 

 

 

 

 

 


Nú er ég reið!

Hvað á ég að gera við þessa reiði sem hvolfist yfir mig núna þegar ég heyri af spillingunni sem grasserar í kerfinu? Það er búið að setja okkur á hausinn sem er nógu slæmt en að fá svo fréttir eins og þessar í gær er eins og hellt hafi verið bensíni á eld. Er hægt að gefa meiri skít í þjóðina sína? Jájá, fellum bara niður þessar skuldir drengir mínir, við deilum þeim bara niður á fólkið í landinu AngryBannsettir siðleysingjar Angry

Hvert eigum við svo að beina þessari reiði? Að bankamönnum? Já auðvitað, en ekki síður að þeim sem leyfðu bankamönnum að vinna "vinnuna" sína óáreittum. Ríkisstjórnin, stjórn Seðlabankans og þeir hjá Fjármálaeftirlitinu eiga auðvitað ekki að fá að halda sinni vinnu lengur. Ég hef ekki hugmynd um hver væri endilega hæfari til að taka við þessum störfum, en þetta fólk er búið að klúðra öllu fyrir okkur og á þar af leiðandi að taka afleiðingunum, ekki síður en við. Svo kvartar Menntamálaráðherra yfir því í fjölmiðlum að henni finnist óþolandi að sitja undir svona tortryggni þegar verið er að spyrja hana hvort maðurinn hennar hafi verið einn af þeim sem fengu sínar skuldir niðurfelldarShocking Við hverju býst hún? Að af því hún sé ráðherra þá sé hún/þau stikkfrí? Er óeðlilegt að fólk sé tortryggið eins og staðan er?

Svo segja þessir menn: Við skulum nú ekkert vera að leita að sökudólgum!! Shocking Það er búið að setja allt á annan endann í þessu landi, þúsundir búnir að missa vinnuna eða eiga eftir að missa hana, fólk skuldsett upp í topp, gjaldþrota og ég veit ekki hvað - og við eigum EKKI að leita að sökudólgum?! Hver segir svona nema sökudólgurinn sjálfur? Ég er brjáluð og ég vona innilega að við íslendingar stöndum nú saman í því að gera eitthvað í málunum en sitjum ekki bara heima og klórum okkur í kollinum. Það þarf að rannsaka þessa rotnun í bönkunum og ég vona að fjölmiðlar helli sér í það. Ég treysti alla vega engum öðrum í það eins og staðan er í dagAngry

Og hananú.


mbl.is Óþolandi að líða fyrir tortryggni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

My Darling Brown Vetrarfrí og Veikindi

IMG_2680 (Small)

Ég var að skoða síðuna www.indefence.is um daginn og þegar við strákarnir vorum úti að búa til snjókalla í vetrarfríinu datt mér í hug að stökkva inn og sækja myndavélina og smella inn á síðuna mynd af þeim með skilaboðum til háttvirtra forsætis- og fjármálaráðherra Bretlands. Þegar ég er að smella af eru drengirnir að spyrja mig hvað standi á blaðinu og af hverju ég sé að láta þá halda á þessu blaði. Ég svaraði því til að ég myndi útskýra það fyrir þeim þegar við kæmum inn. Þá segir Birkir: Mamma, ertu að nota okkur? Ehemm, neinei hvernig dettur þér það í hug drengur? Whistling hehe. Fékk svo skilaboð frá skólasystur minni á Facebook þar sem hún spyr mig hvort þetta sé ekki drengurinn minn á forsíðu sænska Aftonbladet? Og jú mikið rétt, það eru þeir bræður Smile vel nýttir semsagt Smile http://www.aftonbladet.se/nyheter/article3631893.ab 

Var annars að horfa á viðtalið við Björgúlf í Kompás í gær og vááá hvað ráðamenn á Íslandi eru í stórri klípu ef upp kemst að Björgúlfur hafi rétt fyrir sér. Vonandi verða þeir þá rassskelltir opinberlega Angry Ég hef það frá fyrstu hendi að þeir sem hafa setið fundi með Geira þessar síðustu vikur hafa komið af þeim fundum engu nær en áður en þeir fóru. Maðurinn er víst með ákvörðunarfælni á háu stigi og allir þessir fundir eru ekki að skila einu einasta neinu. Það er því kannski ekki að ástæðulausu sem þeir sem setið hafa fundina koma út úr ráðherrabústaðnum með pókerfés og engin komment til fjölmiðla. Þeir hafa ekki frá neinu að segja! Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls og hvort Björgúlfi takist að sanna sitt mál. Hafi hann rétt fyrir sér, hef ég mikið meiri skilning á viðbrögðum breta þó svo að þau hafi reyndar verið fullhörð. Ég skil þau samt betur. Fyrir þá sem ekki sáu viðtalið má finna það hér: http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=3a6059bd-b342-4012-8c77-6966f9a0abd2&mediaSourceID=a90869d7-3445-42f4-a5fd-5b8a6373f7da 

Vetrarfríið góða hefur því miður farið í veikindi á þessu heimili. Sá yngsi veiktist á föstudag og lá alla helgina, og nú liggur miðjan voðalega lasinn og druslulegur Frown Þannig að leikskólakennari heimilisins hefur ekki alveg verið að standa sína pligt í vinnunni undanfarið Frown En ég prjóna þeim mun meira. Er búin með sitthvort ullarsokkaparið á yngri synina tvo og er á því þriðja sem unglingurinn fær Smile Voða voða gaman Smile

 


Vetrarfrí svetrarfrí

Á morgun byrja grunnskólanemarnir á heimilinu í vetrarfríi og ég er ekkert svakalega hress með þaðAngry Þetta vetrarfrí sem fólk er skikkað í fer nett í taugarnar á mér. Síðustu ár hafa hlutirnir bjargast hér þar unglingurinn hefur þá auðvitað verið í fríi líka en nú er hann orðinn framhaldsskólanemi og því ekki í vetrarfríi á sama tíma og grunnskólanemarnir. Við foreldrarnir eigum því engan annan kost en að skiptast á að taka okkur frí frá vinnu til að sinna ungunum því ekki skiljum við þá eina eftir í þrjá daga Errm Þetta hljómar kannski eins og maður nenni ekki að sinna börnunum sínum en ég hef bara skyldum að gegna á mínum vinnustað og það fer í taugarnar á mér að ein stétt í landinu setur vetrarfrí í kjarasamningana sína og þá eiga allar aðrar stéttar sjálfkrafa að fylgja á eftir Angry Þetta hentar bara hvorki mér né mínum vinnustað. Ef allir foreldrar tækju sér frí með börnunum sínum á þessum tíma myndi þjóðfélagið ekki bara nánast lamast? Ég hrópa ferfalt húrra fyrir þeim grunnskólum sem hafa ákveðið að sleppa vetrarfríi og lengja sumarið í staðinn Happy

Fór í dansinn á mánudaginn. Held að kennarinn þar sé stórlega að ofmeta getu okkar í dansi. Búnar með fjóra tíma og tvo dansa... Þ.e.a.s. í þessum fjórum tímum hefur hún reynt að kenna okkur tvo dansa. Ég hefði kallað gott að ná góðum tökum á einum dansi í átta tímum LoL 


Bara siðlausir

Þetta er auðvitað bara sorglegt dæmi um heiminn sem versnandi fer. Framleiðendur leiksins segjast hvorki ofbeldisfullir eða geðtruflaðir. Þeir nefndu auðvitað ekki siðgæðið enda sárvantar það. Ég veit samt ekki hvort ég var meira slegin yfir leiknum sjálfum og hönnuðum hans eða mbl.is sem er að auglýsa það hvar nálgast megi leikinn!Angry Hvað er það? Bráðnauðsynlegar upplýsingar sem lesandinn hefði ekki getað verið án?
mbl.is Leikskólamorðleikur tekinn úr umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

80´s og Flashdance - what a feeling!

Já, dansinn dunaði í Kópavoginum í gær LoL Fór í fyrsta danstímann og get ekki sagt að ég hafi upplifað sjálfa mig sem tígulegan dansara með mýkt í hreyfingum Tounge Það vantaði bara talsvert upp á samhæfingu og tilfinningin var meira svona ósamhæfð belja á svelli Grin (Ekki það að mikið sé til af samhæfðum beljum á svelli, en maður veit aldrei) En hrikalega gaman, maður minn. Bara að forðast spegilinn og augnkontakt við vinkonurnar og þá um leið óstöðvandi hlátursköst og þá kemur þetta LoL Það er líka ekki alveg laust við að strengir geri vart við sig í dag, klósettsetan er ekki að gera mér neina greiða þar sem strengirnir eru verstir aftan á lærunum Tounge

Af mér á hlaupum er lítið að frétta þar sem mín veiktist í síðustu viku og ég hef bara ekki náð mér almennilega á strik til að byrja að hlaupa aftur Blush Get samt ekki beðið...

Á föstudaginn liggur leiðin á Reunion hjá útskriftarárgangi ´88 úr Seljaskóla. Ég og mínir gömlu skólafélagar höfum legið í hlátursköstum yfir ljósmyndum frá þeim tíma á fésbókinniGrin Áður fyrr hálfskammaðist ég mín fyrir að hafa verið unglingur að eltast við þessa tísku á sínum tíma en í dag lít ég eiginlega meira á það þannig að ég sé heppin að hafa verið hluti af þessu fyrirbæri Alien Það er sagt að tískan gangi alltaf í hringi en neeei, ég hugsa að þessi tíska komi aaaaldrei aftur LoL Í dag má sjá tískustrauma sem rekja má til ´80 áranna en það er ekkert eins og þetta var, maður minn. Við erum að tala um það að fermingarfötin mín samanstóðu af hvítum kjólfötum sem mamma saumaði, appelsínugulri silkiskyrtu sem mamma saumaði að sjálfsögðu líka, hvítum mokkasíum og appelsínugulri, skósíðri kápu úr skrjáfefni með axlapúðum sem hvaða amríski fótboltakappi væri hreykinn af Tounge Greiðslan var auðvitað við hæfi - toppur beint upp í loft og vængir í hliðum. Þarf ég að segja meira?

 


Hlaup og Múffur... Hlaupmúffur?

Já nú hleyp ég eins og vindurinn þvers og kruss um Seljahverfið W00t Sótti mér áætlun inn á hlaup.is og er komin í 3 mínútur hlaup vs 3 mínútur ganga x5. Ansi hreint hressandi, sérstaklega undanfarna daga í "blíðviðrinu".

Datt í hug að sýna ykkur mynd af skólalóð Seljaskóla sem er vægast sagt ekki boðleg börnum en nýlega las ég í einhverju blaðinu lista yfir þá skóla sem fá fjárveitingu til að lagfæra lóðina sína. Mér til undrunar var Seljaskóli ekki á þeim lista. I wonder why?

 

IMG_2576

Annars er skvísan að fara að byrja í jazzballett Tounge Hef aldrei stigið inn í danstíma þannig að það verður eflaust mjög fyndin reynsla, ekki eingöngu fyrir mig heldur samdansara mína LoL Hlakka frekar mikið til og mæti að sjálfsögðu í legghlífum Smile

Las stórkostlega skemmtilega auglýsingu í Fréttablaðinu í dag:  "Gefðu konunni frí og prófaðu hina einstöku múffu sem allir eru að tala um." LOL :) Til að útskýra þetta betur þá er verið að auglýsa kynlífshjálpartæki fyrir karlmenn Grin Ég meina gott og vel, bara sanngjarnt að þeir geti líka keypt sér græju en "Gefðu konunni frí!" Grin Mér finnst þetta dásamlegt viðhorf til samskipta kynjanna og spurning hvort kona eða maður skrifi svona? Happy Eins er með nafnið. Hver finnur upp "Múffa" fyrir kynlífshjálpartæki? Sexy mothermúffa Grin Svo fór ég inn á síðuna til að líta Múffuna augum og ég er að segja ykkur satt að ég er grátandi úr hlátri GrinGrin Bls. 7 í Fréttablaðinu í dag góðir hálsar, er farin út að hlaupa Tounge

 

 


Afi Schell

Það vita það flestir sem þekkja mig að móðurafi minn var bandarískur hermaður staddur hér á landi í seinni heimstyrjöld og meðan hann stoppaði barnaði hann móður hennar mömmu minnar Whistling 

Mamma mín kom í heiminn nokkrum dögum áður en faðir hennar yfirgaf landið og ólst hún upp án hans eða nokkurrar vitneskju um hann aðra en nafnið hans. Það var svo einn góðan veðurdag fyrir rúmu ári síðan að hún tók ákvörðun um að nú vildi hún verða sér úti um frekari upplýsingar um hann og þá væntanlega afkomendur hans. Nú til að gera langa sögu stutta fundum við hann á netinu og fundum það út að við hér á Íslandi erum einu afkomendur hans. Sérstakt. Við erum komin í samband við mann sem tengdist honum þó og síðastliðið vor fékk mamma í fyrsta skipti í hendurnar ljósmynd af föður sínum W00t Það var ótrúlega merkileg upplifun og hún er nauðalík honum.

Nema hvað, svo berst mér í pósti í fyrradag kassi frá Amríku smekkfullur af persónulegum eigum þessa afa míns og syni hans, bróður mömmu - sem btw lést sjö mánuðum áður en við fundum hann Crying Konan hans lést fimm mánuðum á eftir honum Crying Hann átti engin börn, aðeins einn fósturson og það er hans sonur sem er að senda okkur þessa hluti.

Það er skrýtin tilfinning að handfjatla hluti sem tilheyrðu þeim feðgum, medalíur sem þeir fengu, t.d. í Kóreustríðinu, vasaúr, fleiri ljósmyndir, dagbók barnsins sem tilheyrði bróður mömmu o.fl.

Finnst þetta allt bara svo merkilegt sjálfri að ég varð að deila því með ykkur Smile


Vanagangurinn...

Hrund! Þarna gómaði ég þig! Kallaði tannlæknirinn minn til mín þar sem hún "gómaði" mig að vera að skoða nammiúrvalið í Bónus Grin Engar skammir samt, það var ekki að ástæðulausu að hún var sjálf stödd í nammideildinni... Wink

Hver annar en yours truly myndi týna símanum sínum í Bónus? Var komin út úr búðinni þegar ég uppgötvaði mér til óþæginda að síminn hvar hvorfinn. Fór inn aftur með samþykki starfsmanns þar sem búið var að loka sjoppunni Blush Fann hann í frystinum hjá súpukjötinu, vel kældan.

Er annars byrjuð að vinna aftur og er enn að komast í gang. Orkan búin í lok dags. Þannig að ég nota það auðvitað sem afsökun fyrir svona hlutum Smile Þar til ég get það ekki lengur, þá þarf ég að finna upp á nýrri Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband