Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

My Darling Brown Vetrarfrí og Veikindi

IMG_2680 (Small)

Ég var að skoða síðuna www.indefence.is um daginn og þegar við strákarnir vorum úti að búa til snjókalla í vetrarfríinu datt mér í hug að stökkva inn og sækja myndavélina og smella inn á síðuna mynd af þeim með skilaboðum til háttvirtra forsætis- og fjármálaráðherra Bretlands. Þegar ég er að smella af eru drengirnir að spyrja mig hvað standi á blaðinu og af hverju ég sé að láta þá halda á þessu blaði. Ég svaraði því til að ég myndi útskýra það fyrir þeim þegar við kæmum inn. Þá segir Birkir: Mamma, ertu að nota okkur? Ehemm, neinei hvernig dettur þér það í hug drengur? Whistling hehe. Fékk svo skilaboð frá skólasystur minni á Facebook þar sem hún spyr mig hvort þetta sé ekki drengurinn minn á forsíðu sænska Aftonbladet? Og jú mikið rétt, það eru þeir bræður Smile vel nýttir semsagt Smile http://www.aftonbladet.se/nyheter/article3631893.ab 

Var annars að horfa á viðtalið við Björgúlf í Kompás í gær og vááá hvað ráðamenn á Íslandi eru í stórri klípu ef upp kemst að Björgúlfur hafi rétt fyrir sér. Vonandi verða þeir þá rassskelltir opinberlega Angry Ég hef það frá fyrstu hendi að þeir sem hafa setið fundi með Geira þessar síðustu vikur hafa komið af þeim fundum engu nær en áður en þeir fóru. Maðurinn er víst með ákvörðunarfælni á háu stigi og allir þessir fundir eru ekki að skila einu einasta neinu. Það er því kannski ekki að ástæðulausu sem þeir sem setið hafa fundina koma út úr ráðherrabústaðnum með pókerfés og engin komment til fjölmiðla. Þeir hafa ekki frá neinu að segja! Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls og hvort Björgúlfi takist að sanna sitt mál. Hafi hann rétt fyrir sér, hef ég mikið meiri skilning á viðbrögðum breta þó svo að þau hafi reyndar verið fullhörð. Ég skil þau samt betur. Fyrir þá sem ekki sáu viðtalið má finna það hér: http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=3a6059bd-b342-4012-8c77-6966f9a0abd2&mediaSourceID=a90869d7-3445-42f4-a5fd-5b8a6373f7da 

Vetrarfríið góða hefur því miður farið í veikindi á þessu heimili. Sá yngsi veiktist á föstudag og lá alla helgina, og nú liggur miðjan voðalega lasinn og druslulegur Frown Þannig að leikskólakennari heimilisins hefur ekki alveg verið að standa sína pligt í vinnunni undanfarið Frown En ég prjóna þeim mun meira. Er búin með sitthvort ullarsokkaparið á yngri synina tvo og er á því þriðja sem unglingurinn fær Smile Voða voða gaman Smile

 


Vetrarfrí svetrarfrí

Á morgun byrja grunnskólanemarnir á heimilinu í vetrarfríi og ég er ekkert svakalega hress með þaðAngry Þetta vetrarfrí sem fólk er skikkað í fer nett í taugarnar á mér. Síðustu ár hafa hlutirnir bjargast hér þar unglingurinn hefur þá auðvitað verið í fríi líka en nú er hann orðinn framhaldsskólanemi og því ekki í vetrarfríi á sama tíma og grunnskólanemarnir. Við foreldrarnir eigum því engan annan kost en að skiptast á að taka okkur frí frá vinnu til að sinna ungunum því ekki skiljum við þá eina eftir í þrjá daga Errm Þetta hljómar kannski eins og maður nenni ekki að sinna börnunum sínum en ég hef bara skyldum að gegna á mínum vinnustað og það fer í taugarnar á mér að ein stétt í landinu setur vetrarfrí í kjarasamningana sína og þá eiga allar aðrar stéttar sjálfkrafa að fylgja á eftir Angry Þetta hentar bara hvorki mér né mínum vinnustað. Ef allir foreldrar tækju sér frí með börnunum sínum á þessum tíma myndi þjóðfélagið ekki bara nánast lamast? Ég hrópa ferfalt húrra fyrir þeim grunnskólum sem hafa ákveðið að sleppa vetrarfríi og lengja sumarið í staðinn Happy

Fór í dansinn á mánudaginn. Held að kennarinn þar sé stórlega að ofmeta getu okkar í dansi. Búnar með fjóra tíma og tvo dansa... Þ.e.a.s. í þessum fjórum tímum hefur hún reynt að kenna okkur tvo dansa. Ég hefði kallað gott að ná góðum tökum á einum dansi í átta tímum LoL 


Bara siðlausir

Þetta er auðvitað bara sorglegt dæmi um heiminn sem versnandi fer. Framleiðendur leiksins segjast hvorki ofbeldisfullir eða geðtruflaðir. Þeir nefndu auðvitað ekki siðgæðið enda sárvantar það. Ég veit samt ekki hvort ég var meira slegin yfir leiknum sjálfum og hönnuðum hans eða mbl.is sem er að auglýsa það hvar nálgast megi leikinn!Angry Hvað er það? Bráðnauðsynlegar upplýsingar sem lesandinn hefði ekki getað verið án?
mbl.is Leikskólamorðleikur tekinn úr umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

242 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband