Leita í fréttum mbl.is

Afi Schell

Það vita það flestir sem þekkja mig að móðurafi minn var bandarískur hermaður staddur hér á landi í seinni heimstyrjöld og meðan hann stoppaði barnaði hann móður hennar mömmu minnar Whistling 

Mamma mín kom í heiminn nokkrum dögum áður en faðir hennar yfirgaf landið og ólst hún upp án hans eða nokkurrar vitneskju um hann aðra en nafnið hans. Það var svo einn góðan veðurdag fyrir rúmu ári síðan að hún tók ákvörðun um að nú vildi hún verða sér úti um frekari upplýsingar um hann og þá væntanlega afkomendur hans. Nú til að gera langa sögu stutta fundum við hann á netinu og fundum það út að við hér á Íslandi erum einu afkomendur hans. Sérstakt. Við erum komin í samband við mann sem tengdist honum þó og síðastliðið vor fékk mamma í fyrsta skipti í hendurnar ljósmynd af föður sínum W00t Það var ótrúlega merkileg upplifun og hún er nauðalík honum.

Nema hvað, svo berst mér í pósti í fyrradag kassi frá Amríku smekkfullur af persónulegum eigum þessa afa míns og syni hans, bróður mömmu - sem btw lést sjö mánuðum áður en við fundum hann Crying Konan hans lést fimm mánuðum á eftir honum Crying Hann átti engin börn, aðeins einn fósturson og það er hans sonur sem er að senda okkur þessa hluti.

Það er skrýtin tilfinning að handfjatla hluti sem tilheyrðu þeim feðgum, medalíur sem þeir fengu, t.d. í Kóreustríðinu, vasaúr, fleiri ljósmyndir, dagbók barnsins sem tilheyrði bróður mömmu o.fl.

Finnst þetta allt bara svo merkilegt sjálfri að ég varð að deila því með ykkur Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Sigríður Úlfarsdóttir

Svo spes þessi heimur sem við búum í

Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 8.9.2008 kl. 10:43

2 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Já þetta er alveg mögnuð saga. Og ótrúlegt hvað veröldin er í raun smá þegar allt kemur til alls.

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 11.9.2008 kl. 18:36

3 identicon

Þetta er góð leið til að vinna sér inn kredit fyrir komandi heimsókn. Ekki margir íslingar sem myndu "nenna" að sýna slíka hugulsemi eða hvað?

Helena (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 23:48

4 Smámynd: Hrund Traustadóttir

Nei sennilega ekki. Þess vegna er maður líka alveg hlessa á því hvað maðurinn er tilbúinn til að leggja á sig fyrir okkur, því mér skilst á honum að þetta hafi bara verið fyrsta sendingin, hann á víst eftir að fá "army records" frá afa og móðurbróður mínum.

Magnað.

Hrund Traustadóttir, 19.9.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

270 dagar til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband