Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Viva España :)

Svei mér thá ef thad er ekki heitari sólin á Costa Del Sol en í Torrevieja og BenidormCool Alla vega dugar ekki sólarvörn 30 hér sem dugdi okkur vel fyrstu dagana í hittedfyrra. Thetta er frábaer stadur og frábaert hótel. Hér er skemmtidagskrá allan daginn og til midnaettis, baedi fyrir börn og fullordna. Thrír veitingastadir, líkamsraektarsalur og Gud má vita hvad. Hér er öryggisgaeslan í fyrirrúmi en hópur vopnadra lögregluthjóna er á vappi hér allan daginn Police Ástaeduna thekkjum vid ekki enn en eigum eftir ad impra eftir henni vid fyrsta taekifaeri Wink  Vid hlid hótelsins er stórt moll sem vid höfum heimsótt til ad kaupa okkur e-d í svanginn og thar má finna allar helstu verslanirnar nema H&M Crying Kíkjum í H&M thegar vid fáum okkur bílaleigubíl og skreppum til Marbella á ríka og fraega fólkid Wink Á leidinni thangad er víst e-d annad moll sem inniheldur thá brádnaudsynlegu verslun...

Á morgun förum vid Andri til Afríku, nánar tiltekid til Marokkó og erum mjög spennt fyrir thví Grin Ástaedan fyrir thví ad vid förum bara tvö er annars vegar sú ad Raggi verdur sjóveikur á hjólabát hvad thá heldur meir og farid verdur í ferju yfir og hins vegar höldum vid ad ekki sé snidugt ad fara med börn, svona midad vid lysingar. En vid Andri erum mjög spennt.

Medan ég skrifa thessa faerslu stendur yfir úrslitaleikurinn í Evrópukeppninni, í augnablikinu er hálfleikur og vel flestir gestir hótelsins staddir hér á einum veitingastadnum til ad horfa, mikil stemning mikid gaman. Their sem mig thekkja thurfa ekki ad vera undrandi yfir thví ad ég skuli geta setid í tölvunni medan á spennunni stendur. Hér á Costa Del Sol er spennan ad gera út af vid innfaedda jafnt sem túrista og their sem ekki eru klaeddir landslidstreyjunni eru einfaldlega klaeddir spaenska fánanum eda med fánalitina framan í sér. Í baenum er bílflaut og söngur yfirgnaefandi og their hafa ekki einu sinni unnid ennthá Tounge

Jaeja, best ad fara og kíkja á leikinn, svona sýna adeins lit Tounge Bid ad heilsa ykkur essgurnar, hafid thad gott á klakanum HeartKissing


Costa Del Sol

IntroPostCardÞá líður að því að fjölskyldan taki flugið suður á bóginn til Costa Del Sol Cool nánar tiltekið til bæjar sem heitir Fuengirola. Er alveg farin að sjá þetta í hillingum, hitinn, sundlaugin, afslöppunin, ströndin, kokkteilarnir, pöddurnar - nei segi sona. Hef ákveðið að taka stefnuna á líkamsræktarsal hótelsins, hvað svo sem verður Halo Svo er mér sagt að við hlið hótelsins sé risastórt moll hmmmmm. Og ekki langt frá er NIKE factory.... Höfuðáherslan verður nú samt á afslöppun og að njóta með fjölskyldunni sinni.

 

Svo nú er bara að lista niður hvað á eftir að gera fyrir ferð, hverju á að pakka osona. Eins þarf að klára to do listann í vinnunni, þrír dagar eftir þar Smile


Kynlíf og borgin

Við Helena skelltum okkur á "Sex andSara í kjólnum með bláa fuglinn í hárinu the City" í vikunni Smile Alveg skemmtileg mynd með misflottum búningum, prumpuhúmor og kynlífssenum. Það fer ekkert á milli mála hvað hún Sarah Jessica Parker er vandvirk. Hún vandaði sig alltaf rosalega vel við að lúkka vel og að stúturinn á munninum væri alltaf á sínum stað þegar dramatísku mómentin voru að bera hana ofurliði, hún vandaði sig rosalega mikið við að vera alltaf í sitt hvoru átfittinu en er greinilega tilfinningalega bundin beltinu sínu því hún notaði það við flesta búningana. Hún hefur greinilega vandað sig líka við að finna "frumlega" hönnuði því sum átfittin voru hreinlega fáránleg og eins langt frá því að vera smart og hægt er. Hún toppaði það t.d. með brúðarkjólnum. OMG. Þessi mynd hérna sýnir kjólinn eiginlega ekki í réttu ljósi. Hann lítur næstum því út fyrir að vera flottur. En sitt hvor klósettrúllan hefði ekki dugað til að fylla upp í toppinn á kjólnum. En Vivienne Westwood hannaði hann þannig að ég hlýt bara að vera að misskilja eitthvað. Skilaboðin eiga samt auðvitað að vera þau að þú þarft ekki dýrasta og flottasta brúðarkjólinn eða flottustu og dýrustu brúðkaupsveisluna.

Einhvern tíma heyrði ég máltæki sem ég man auðvitað ekki lengur en uppistaðan var að maður eigi ekki að láta tískuna gera sig að fífli. Komst ekki hjá því að hugsa þetta í bíó. Sumt fólk klæðir sig í fáránleg föt bara af því einhver X hannaði þau og þar með eiga þau bara að vera flott. Æ sorrý Sara, það er bara ekki þannig.

Svo er hún greinilega vandvirk og samviskusöm í ræktinni því það er bara rugl hvað hún er horuð. Fyrir utan tvö svona tilgangslaus egótripp atriði þar sem við fáum að sjá Söru annars vegar pósa í nokkrum mismunandi brúðarkjólum og hins vegar í nokkrum 80´s átfittum þá er myndin hin besta skemmtun.

Komst samt ekki hjá því að hugsa til leikaranna þegar eitt kynlífsatriðið kom upp á skjáinn. Hvernig tæklar maður slíkt sem leikari? "Jæja Beggi minn, þá er komið að okkar atriði. Manstu, þar sem ég er allsber á hnjánum í rúminu og sný að myndavélinni og þú ert allsber fyrir aftan mig og það eina sem skýlir prívatpörtunum mínum eru hendurnar á þér?" Blush "Á ég svo að lygna aftur augunum og stynja? Ok, hærra, jebbs. Beggi þú kitlar mig þegar þú másar svona í eyrað á mér. Spurning hvort þú þurfir ekki að færa þig aðeins aftar í rúmið svo hann rekist ekki svona utan í mig. Heyrðu bið svo að heilsa Siggu og krökkunum".

En eins og ég segi, fín mynd Smile


Beðið um tíma

Hann George Michael hefur verið uppáhaldið mitt frá því hann og Andy gáfu út Club Tropicana á sínum tíma. Þá var ég 11 ára Smile Mér finnst hann enn jafnflottur og þá, þó hann sé ekki sammála mér geyið enda með mjög brotna sjálfsmynd maðurinn. Mér finnst vont að hugsa til þess að ég fái ekki tækifæri til að sjá hann einn góðan veðurdag á tónleikum. Það er vonandi að hann komist upp úr þeirri lægð og gefi mér tækifæri Joyful Ég er nú besti vinur aðal Smile 

Eitt það flottasta sem mér finnst hann hafa gert er lagið "Praying for Time" sem hann gaf út árið 1988 og eftir því sem tíminn líður á textinn alltaf betur og betur við. Hann tók þetta í úrslitaþætti American Idol um daginn og það var hrikalega flott hjá kallinum. Meira að segja Paula Abdul fór að gráta...Woundering Af því ég er svo hrifin af þessum texta ákvað ég að setja hann hér inn. Vær so god (get ekki gert bollu-aSmile):

 These are the days of the open hand
They will not be the last
Look around now
These are the days of the beggars and the choosers

This is the year of the hungry man
Whose place is in the past
Hand in hand with ignorance
And legitimate excuses

The rich declare themselves poor
And most of us are not sure
If we have too much
But we'll take our chances
Because god's stopped keeping score
I guess somewhere along the way
He must have let us all out to play
Turned his back and all god's children
Crept out the back door

And it's hard to love, there's so much to hate
Hanging on to hope
When there is no hope to speak of
And the wounded skies above say it's much too late
Well maybe we should all be praying for time

These are the days of the empty hand
Oh you hold on to what you can
And charity is a coat you wear twice a year

This is the year of the guilty man
Your television takes a stand
And you find that what was over there is over here

So you scream from behind your door
Say "what's mine is mine and not yours"
I may have too much but i'll take my chances
Because god's stopped keeping score
And you cling to the things they sold you
Did you cover your eyes when they told you

That he can't come back
Beacuse he has no children to come back for

It's hard to love there's so much to hate
Hanging on to hope when there is no hope to speak of
And the wounded skies above say it's much too late
So maybe we should all be praying for time

Hann er snilli. Set svo lagið í tónlistarspilarann hér til hliðar fyrir þá sem vilja hlusta líka Wink


mbl.is George Michael hættir að „túra"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraunveruleikinn

Verð að viðurkenna að ég er sökker fyrir raunveruleikaþáttum Blush Bíð t.d. spennt eftir því að ný syrpa af "So you think you can dance" hefjist. Svo er það "America´s next top model", "The Biggest Loser" o.fl. Horfði á einn þátt af "Kid nation" sem er alveg áhugaverð mannfræðileg tilraun, en tilraun engu að síður sem framkvæmd er á börnum og alveg spurning um sálrænt ástand sumra barnanna við heimkomu. Tveir nýjustu þættirnir í sjónvarpinu hér eru síðan "The moment of truth" og "Age of love". Horfði á fyrsta þáttinn af "The moment of truth" í gær þar sem fólk er spurt mjög persónulegra spurninga tengt lygamæli og þegar þátturinn er síðan tekinn upp eru sumar spurningarnar endurteknar og þá freistast sumir til að segja ósatt í þeirri von að lygamælirinn hafi haft vitlaust fyrir sér. OMG, markmiðið virðist vera að stuðla að sem flestum hjónaskilnuðum. Alla vega var fyrsti náunginn með konuna með sér og hún var voða happy go lucky fyrstu 5 spurningarnar. Svo var brúnin farin að síga og þegar kallinn lauk þátttöku vildi hún ekki kyssa krúttið sitt Crying Svo var næsti þátttakandi á sömu leið þegar tími þáttarins var úti. Ehemm, þarf maður þá ekki að fylgjast með næsta þætti og sjá hvernig veslings kallinum með hárkolluna og sokkinn í buxunum reiðir af?

Svo er það "Age of Love" Heart Ég horfði oft á "Bachelor" þó ég fái orðið of mikinn aulahroll til þess í dag og þessi þáttur er í raun Bachelor með smá tvist. Gaurinn er með tvo hópa kvenna, í öðrum eru stelpur á tvítugsaldri og í hinum eru konur um og yfir fertugt. Sjálfur er hann um þrítugt. Í upphafi vissi hann ekki af því að konurnar um fertugt yrðu með og það var hillaríus að fylgjast með viðbrögðum hans þegar þær ein af annarri kynntu sig fyrir honum og sögðu honum aldur sinn LoL Hann gat ekki leynt vonbrigðunum grey kallinn. Búinn að fantasera um veru sína í heita pottinum með tuttugu heitar twenty-something í fanginu og hristi svo spaðann á hverri forty-something á fætur annarri. Og þetta horfi ég á með prjónana í hendinni og tek bakföll af hlátri og hneykslast auðvitað á því hverjum dettur í hug að búa til svona ódýrt sjónvarpsefni þar sem konum er ekki beint gert hátt undir höfði - en held svo auðvitað áfram að fylgjast með Happy Hann er nú farinn að heillast doldið af þessum "gömlu" Wink Þó svo að ég setji mína peninga á að hann komi nú til með að enda með eina "unga" Kissing En til að vita það þarf ég horfa, ikke?


Lög og regla

Af hverju gerði maðurinn ekki það sem honum var sagt að gera? Ef hann hefði gert það hefði hann ekki setið inni í 18 tíma. Ef þú gerir ekki það sem lögreglan segir þér að gera þurfa þeir einfaldlega að grípa til örþrifaráða. Svo einfalt er það. Það vantar alveg inn í þetta video atburðarásina sem varð til þess að lögreglan hóf afskipti af manninum. Svo setja félagarnir videoið inn til að vekja athygli á ofbeldi lögreglunnar. Þar skutu þeir vin sinn í fótinn.


mbl.is Handtaka á Patró á You Tube
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framhaldsskólakröfur

Þá bíður maður spenntur eftir því að vita hvaða framhaldsskóli býður unglingnum inngöngu í haust Woundering Bréfin eiga víst að geta byrjað að berast í lok þessarar viku. Ekki man ég til þess að þetta hafi verið svona þegar ég beið eftir svari fyrir sléttum tuttugu árum síðan (ég veit, ótrúlegt en sattHalo) En það er svo sem ekkert að marka mig, fæddist ekki með minniskubbTounge  En ég man samt ekki til þess að maður hafi mikið þurft að velta sér upp úr meðaleinkunnum og hvaða skóli er með hvaða lágmarkskröfur o.s.frv.

Maður verður bara að vona það bezta, syninum til handa Smile


Bloggedíblogg

Þá er komið að því að maður prófi þetta bloggtilstand. Það væri nú óneitanlega skemmtilegra að geta haganlega raðað saman orðum í setningar svo úr yrði áhugavert lestrarefni en við sjáum hvað setur. Æfingin skapar meistarann right?Happy

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband