Leita í fréttum mbl.is

Hraunveruleikinn

Verð að viðurkenna að ég er sökker fyrir raunveruleikaþáttum Blush Bíð t.d. spennt eftir því að ný syrpa af "So you think you can dance" hefjist. Svo er það "America´s next top model", "The Biggest Loser" o.fl. Horfði á einn þátt af "Kid nation" sem er alveg áhugaverð mannfræðileg tilraun, en tilraun engu að síður sem framkvæmd er á börnum og alveg spurning um sálrænt ástand sumra barnanna við heimkomu. Tveir nýjustu þættirnir í sjónvarpinu hér eru síðan "The moment of truth" og "Age of love". Horfði á fyrsta þáttinn af "The moment of truth" í gær þar sem fólk er spurt mjög persónulegra spurninga tengt lygamæli og þegar þátturinn er síðan tekinn upp eru sumar spurningarnar endurteknar og þá freistast sumir til að segja ósatt í þeirri von að lygamælirinn hafi haft vitlaust fyrir sér. OMG, markmiðið virðist vera að stuðla að sem flestum hjónaskilnuðum. Alla vega var fyrsti náunginn með konuna með sér og hún var voða happy go lucky fyrstu 5 spurningarnar. Svo var brúnin farin að síga og þegar kallinn lauk þátttöku vildi hún ekki kyssa krúttið sitt Crying Svo var næsti þátttakandi á sömu leið þegar tími þáttarins var úti. Ehemm, þarf maður þá ekki að fylgjast með næsta þætti og sjá hvernig veslings kallinum með hárkolluna og sokkinn í buxunum reiðir af?

Svo er það "Age of Love" Heart Ég horfði oft á "Bachelor" þó ég fái orðið of mikinn aulahroll til þess í dag og þessi þáttur er í raun Bachelor með smá tvist. Gaurinn er með tvo hópa kvenna, í öðrum eru stelpur á tvítugsaldri og í hinum eru konur um og yfir fertugt. Sjálfur er hann um þrítugt. Í upphafi vissi hann ekki af því að konurnar um fertugt yrðu með og það var hillaríus að fylgjast með viðbrögðum hans þegar þær ein af annarri kynntu sig fyrir honum og sögðu honum aldur sinn LoL Hann gat ekki leynt vonbrigðunum grey kallinn. Búinn að fantasera um veru sína í heita pottinum með tuttugu heitar twenty-something í fanginu og hristi svo spaðann á hverri forty-something á fætur annarri. Og þetta horfi ég á með prjónana í hendinni og tek bakföll af hlátri og hneykslast auðvitað á því hverjum dettur í hug að búa til svona ódýrt sjónvarpsefni þar sem konum er ekki beint gert hátt undir höfði - en held svo auðvitað áfram að fylgjast með Happy Hann er nú farinn að heillast doldið af þessum "gömlu" Wink Þó svo að ég setji mína peninga á að hann komi nú til með að enda með eina "unga" Kissing En til að vita það þarf ég horfa, ikke?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem er ekki lagt á nútímakonuna í dag. Ekki nóg með að þurfa að sinna börnum, heimili, vinnu, bloggi, seksi (af og til ég meina hey e-ð verður að víkja)og prjónaskap þarf mar líka að horfa á tv, það þarf svo sterk bein til að vera kona í dag. Svo elsku Hrund ég finn mikið til með þér. Þakkaðu bara fyrir á meðan þú þarft ekki að taka þátt í þessum þáttum þar sem okkar aldur er greinilega að verða að markhóp...

P.s. það væri gaman að sjá hér hvað þú hefur að segja um sex and the city myndina og öll flottu dressin hennar Söru J.P.

Kv Helena.

Helena (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

250 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 16972

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband