Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
30.9.2008 | 20:01
80´s og Flashdance - what a feeling!
Já, dansinn dunaði í Kópavoginum í gær Fór í fyrsta danstímann og get ekki sagt að ég hafi upplifað sjálfa mig sem tígulegan dansara með mýkt í hreyfingum Það vantaði bara talsvert upp á samhæfingu og tilfinningin var meira svona ósamhæfð belja á svelli (Ekki það að mikið sé til af samhæfðum beljum á svelli, en maður veit aldrei) En hrikalega gaman, maður minn. Bara að forðast spegilinn og augnkontakt við vinkonurnar og þá um leið óstöðvandi hlátursköst og þá kemur þetta Það er líka ekki alveg laust við að strengir geri vart við sig í dag, klósettsetan er ekki að gera mér neina greiða þar sem strengirnir eru verstir aftan á lærunum
Af mér á hlaupum er lítið að frétta þar sem mín veiktist í síðustu viku og ég hef bara ekki náð mér almennilega á strik til að byrja að hlaupa aftur Get samt ekki beðið...
Á föstudaginn liggur leiðin á Reunion hjá útskriftarárgangi ´88 úr Seljaskóla. Ég og mínir gömlu skólafélagar höfum legið í hlátursköstum yfir ljósmyndum frá þeim tíma á fésbókinni Áður fyrr hálfskammaðist ég mín fyrir að hafa verið unglingur að eltast við þessa tísku á sínum tíma en í dag lít ég eiginlega meira á það þannig að ég sé heppin að hafa verið hluti af þessu fyrirbæri Það er sagt að tískan gangi alltaf í hringi en neeei, ég hugsa að þessi tíska komi aaaaldrei aftur Í dag má sjá tískustrauma sem rekja má til ´80 áranna en það er ekkert eins og þetta var, maður minn. Við erum að tala um það að fermingarfötin mín samanstóðu af hvítum kjólfötum sem mamma saumaði, appelsínugulri silkiskyrtu sem mamma saumaði að sjálfsögðu líka, hvítum mokkasíum og appelsínugulri, skósíðri kápu úr skrjáfefni með axlapúðum sem hvaða amríski fótboltakappi væri hreykinn af Greiðslan var auðvitað við hæfi - toppur beint upp í loft og vængir í hliðum. Þarf ég að segja meira?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2008 | 18:23
Hlaup og Múffur... Hlaupmúffur?
Já nú hleyp ég eins og vindurinn þvers og kruss um Seljahverfið Sótti mér áætlun inn á hlaup.is og er komin í 3 mínútur hlaup vs 3 mínútur ganga x5. Ansi hreint hressandi, sérstaklega undanfarna daga í "blíðviðrinu".
Datt í hug að sýna ykkur mynd af skólalóð Seljaskóla sem er vægast sagt ekki boðleg börnum en nýlega las ég í einhverju blaðinu lista yfir þá skóla sem fá fjárveitingu til að lagfæra lóðina sína. Mér til undrunar var Seljaskóli ekki á þeim lista. I wonder why?
Annars er skvísan að fara að byrja í jazzballett Hef aldrei stigið inn í danstíma þannig að það verður eflaust mjög fyndin reynsla, ekki eingöngu fyrir mig heldur samdansara mína Hlakka frekar mikið til og mæti að sjálfsögðu í legghlífum
Las stórkostlega skemmtilega auglýsingu í Fréttablaðinu í dag: "Gefðu konunni frí og prófaðu hina einstöku múffu sem allir eru að tala um." LOL :) Til að útskýra þetta betur þá er verið að auglýsa kynlífshjálpartæki fyrir karlmenn Ég meina gott og vel, bara sanngjarnt að þeir geti líka keypt sér græju en "Gefðu konunni frí!" Mér finnst þetta dásamlegt viðhorf til samskipta kynjanna og spurning hvort kona eða maður skrifi svona? Eins er með nafnið. Hver finnur upp "Múffa" fyrir kynlífshjálpartæki? Sexy mothermúffa Svo fór ég inn á síðuna til að líta Múffuna augum og ég er að segja ykkur satt að ég er grátandi úr hlátri Bls. 7 í Fréttablaðinu í dag góðir hálsar, er farin út að hlaupa
Bloggar | Breytt 20.9.2008 kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.9.2008 | 19:14
Afi Schell
Það vita það flestir sem þekkja mig að móðurafi minn var bandarískur hermaður staddur hér á landi í seinni heimstyrjöld og meðan hann stoppaði barnaði hann móður hennar mömmu minnar
Mamma mín kom í heiminn nokkrum dögum áður en faðir hennar yfirgaf landið og ólst hún upp án hans eða nokkurrar vitneskju um hann aðra en nafnið hans. Það var svo einn góðan veðurdag fyrir rúmu ári síðan að hún tók ákvörðun um að nú vildi hún verða sér úti um frekari upplýsingar um hann og þá væntanlega afkomendur hans. Nú til að gera langa sögu stutta fundum við hann á netinu og fundum það út að við hér á Íslandi erum einu afkomendur hans. Sérstakt. Við erum komin í samband við mann sem tengdist honum þó og síðastliðið vor fékk mamma í fyrsta skipti í hendurnar ljósmynd af föður sínum Það var ótrúlega merkileg upplifun og hún er nauðalík honum.
Nema hvað, svo berst mér í pósti í fyrradag kassi frá Amríku smekkfullur af persónulegum eigum þessa afa míns og syni hans, bróður mömmu - sem btw lést sjö mánuðum áður en við fundum hann Konan hans lést fimm mánuðum á eftir honum Hann átti engin börn, aðeins einn fósturson og það er hans sonur sem er að senda okkur þessa hluti.
Það er skrýtin tilfinning að handfjatla hluti sem tilheyrðu þeim feðgum, medalíur sem þeir fengu, t.d. í Kóreustríðinu, vasaúr, fleiri ljósmyndir, dagbók barnsins sem tilheyrði bróður mömmu o.fl.
Finnst þetta allt bara svo merkilegt sjálfri að ég varð að deila því með ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar