8.1.2009 | 17:32
Tortelímí...
... var svarað með festu þegar ég spurði Birki hvað hefði verið í matinn í skólanum í gær. Hmmmm, ætli það sé svona svolítið ofsoðið pasta?
Nú er rétt að komast á einhver regla á heimilinu eftir jólin, svefninn við það að komast aftur í sama vanann en ansi hafa skrefin verið þung fram úr rúminu undanfarna morgna maður minn. Þetta er auðvitað afleiðing þess að maður lá á meltunni í tæpar tvær vikur og sneri sólarhringnum við. Með lengri jólafríum en hefði að sjálfsögðu ekki viljað hafa það styttra þó erfitt sé að koma jafnvægi á liðið eftir herlegheitin.
Raunveruleg áhrif kreppunnar eru aðeins farin að gera vart við sig. Maður finnur hvernig róðurinn er tekinn að þyngjast í vinnunni, ekki má ráða nýtt starfsfólk og yfirvinna á að vera í lágmarki. Álagið er því að aukast þar og er þetta þó vinna sem fylgir mikið álag svona dags daglega. Nú vofir atvinnuleysið yfir þeim samstarfsfélögum Ragga sem sagt var upp störfum sökum samdráttar hjá fyrirtækinu og maður finnur auðvitað innilega til með því fólki og þeirra fjölskyldum.
Svo er það auðvitað fjölskyldan okkar á Vatnsendablettinum sem maður er alltaf að senda hlýja strauma til. Vona bara að það hafi eitthvað að segja þó það dugi skammt.
Ég er alltaf að gefa mér það að ALLIR hugsi eins og ég og haldi nú alveg að sér höndum og setji kortið í frystinn en svo er manni litið á fréttirnar þegar verið er að ræða útsölur og á þeim er fjöldinn allur af fólki að gera góð kaup. Endalaust gott mál að svo margir séu í það góðum málum, ég þori bara ekki að hreyfa veskið mitt er svo viss um að ástandið eigi eftir að versna ennþá meira og vil því halda fast í hverja krónu.
Dettur mér í því sambandi í hug gullmoli sem kom frá e-u leikskólabarninu; barnið var að koma úr leikskólanum og mamman segir að þau þurfi aðeins að skreppa í Krónuna og versla. Þá segir barnið: En mamma það er ekki hægt, Krónan er hrunin!!
Gleðilegt nýtt ár alle i hoppa
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta útskýrir hvers vegna okkur er búið að vera svona heitt í dag!! Opnuðum alla glugga og m.a.s svalahurðina-Árni ætlaði að fara að fikta eitthvað í hitakerfinu en ég segi honum þá bara að sleppa því, þetta sé bara komið frá ykkur.
Hver vissi að þið gætuð sparað fólki hitareikninga?
Ég hitti tvær fjölskyldur í dag þar sem annar aðilinn er atvinnulaus. Og í báðum tilfellum var makinn aðeins með hlutastarf eftir hlutauppsögn.
Yndislegur brandarinn um krónuna, þessi börn eru það sem létta fólki lífið. og gera það virði þess að vera til. Tilgangurinn.
Tortelími um leið og ég las þetta flaug hugurinn suður á bóginn á ítalska sólarströnd! Ég gæti alveg búið í Tortelími!
er að fatta að kannski kemur rafmagnsreikningurinn líka til með að lækka fyrst þetta eru hlýjir STRAUMAR?
nei nú er kominn tími til að fara að sofa, svona aula...er engum hollur.
knús til ykkar, takk fyrir að hugsa til okkar.
D.
Kristín Bjarnadóttir, 9.1.2009 kl. 00:32
Gleðilegt ár, Hrund mín. Skemmtilegt að lesa hjá þér
Lilja G. Bolladóttir, 10.1.2009 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.