Leita í fréttum mbl.is

Aðfangadagur jóla

Þá er aðfangadagur loksins runninn upp og spennan á þessu heimili er að nálgast sama suðupunkt og hangiketið í pottinum Wink Fjölskyldan var að skreyta tréð og pakka inn gjöfum fram á nótt og nú eru feðgarnir farnir á flakk að dreifa pökkum. Hér sit ég eins og haugur og er að manna mig upp í að kikka á læknavaktina og biðja einhvern viti borinn þar að hlusta kellu. Ég hefði nefnilega svo gjarnan viljað fara með feðgunum í pakkabíltúrinn þar sem þeir voru líka að fara að heimsækja nýjasta fjölskyldumeðliminn, bróðurson Ragga sem fæddist í fyrradag Happy En, maður leikur sér ekki að því að flytja pestir inn á heimili hvítvoðunga þannig að hér sit ég og vorkenni sjálfri mér Crying

Mér er svo sem engin vorkunn það er ekki það. Hjartað fyllist sjálfkrafa af gleði á aðfangadag, um leið og ilmurinn af ketinu í pottinum berst um íbúðina eru jólin bara komin hjá mér.

Birkir kom með þessa fínu hugmynd í síðustu viku; "Mamma, ég veit. Eigum við að vera í búningum á jólunum?" Hmmmmm, leyfðu mér að hugsa..... Neeei, ég held bara ekki svei mér þá. "Jú, við eigum svo mikið af búningum, ég get verið í vampírubúningnum mínum!" Já, nei ég lét ekki alveg sannfærast. Þarna vorum við nefnilega búin að vera að máta sparifötin og fara yfir hvað væri orðið of lítið og solleis. Þjóðfélagsástandið hefur ekki alveg farið fram hjá þeim bræðrum og sú umræða á heimilinu að nú þurfum við bara að passa peningana okkar alveg sérlega vel. Hann lét okkur pabba sinn vita í síðasta mánuði að við þyrftum ekkert að vera að kaupa neitt dót handa þeim bræðrum. Þegar við hváðum var svarið að jú, við þyrftum að spara peningana okkar... Það er ekki laust við að við foreldrarnir höfum hugsað á þeim tímapunkti að kannski værum við aðeins of mikið að tala um peninga og vandamál sem þeim getur fylgt við börn sem eiga rétt á að fá að vera áhyggjulaus. En kannski var vampírubúningurinn líka leið til að fría foreldrana frá því að leggja í sparifatakaup. Eða kannski bara leið til að losna við að vera í sparifötunum Tounge

Birkir á það til að fá svona fínar hugmyndir. Í gær var hann til dæmis búinn að finna nafn á nýfæddan frænda sinn: Sigmar. "Sigmar Sigvaldason pabbi, það hljómar vel er það ekki?" Eeeee, jújú, hva þekkir þú einhvern Sigmar? "Neinei, mér finnst þetta bara fínt nafn!".

Yngri bróðir hans kom líka með skemmtilegt gullkorn í síðustu viku. Sá var búinn að vera að dunda sér inni í herbergi og sá eldri var alltaf að koma inn og pota eitthvað í hann. Endaði með því að sá yngri fyrtist við og hvæsti á þann eldri: "Birkir, gæti ég fengið að vera til friðs??!!"

Ójá, Mikael minn þú gætir það alveg. Það tekst bara ekki alltaf hjá þér elsku kallinn minn Grin

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

já þessi blessaða peningaumræða.  Maður er að reyna að jú segja að nú verði að spá aðeins meira í hlutina en án þess að hræða þau eða valda þeim áhyggjum.

Okkur leið einnig eins og við hefðum farið yfir þessa fínu línu í síðustu viku þegar árni ætlar með krakkana að gefa öndunum og Bjarni mótmælti vegna þess að hann taldi enga ástæðu til að gefa öndum brauð þegar við værum að spara!!!!!

þetta með að vera til friðs er auðvitað yndislegt í meira lagi!

Vona að þú náir þessum fjanda úr þér sem fyrst.

Til hamingju með frænda Sigmar Sigvaldason.

Hlakka til að hitta ykkur á morgun

júlaknús Didda og co

Kristín Bjarnadóttir, 26.12.2008 kl. 00:02

2 identicon

Já til hamingju með jólin sem nú eru víst liðin, maður er nú ekki duglegri að forvitnast um vini sína um jólin en þetta Varstu í alvöru að pakka inn gjöfunum og skreyta tréið á Þorláksmessu... Annað en ég, ég var bara að þrífa og svona langt fram eftir nóttu hehehe. Vona að Mikael sé enn til friðs (efast ekki um það). Mér finnst þetta hin besta hugmynd hjá Birki, ég meina drengurinn hefur alveg rétt fyrir sér sennilega fáir sem eiga jafn marga búninga og þið. Ef þetta er ekki pjúra sparnaðarráð og nýtni fram í fingurgóma þá veit ég ekki hvað.

Gleðilegt ár sjáumst innan skamms í saumó hjá mér, sennilega bara í næstu viku. Ætla að ljúka þessu af í fæðingarorlofinu. Love Helena

Nú auðvitað hún Helena (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

252 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 16965

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband