19.9.2008 | 18:23
Hlaup og Múffur... Hlaupmúffur?
Já nú hleyp ég eins og vindurinn þvers og kruss um Seljahverfið Sótti mér áætlun inn á hlaup.is og er komin í 3 mínútur hlaup vs 3 mínútur ganga x5. Ansi hreint hressandi, sérstaklega undanfarna daga í "blíðviðrinu".
Datt í hug að sýna ykkur mynd af skólalóð Seljaskóla sem er vægast sagt ekki boðleg börnum en nýlega las ég í einhverju blaðinu lista yfir þá skóla sem fá fjárveitingu til að lagfæra lóðina sína. Mér til undrunar var Seljaskóli ekki á þeim lista. I wonder why?
Annars er skvísan að fara að byrja í jazzballett Hef aldrei stigið inn í danstíma þannig að það verður eflaust mjög fyndin reynsla, ekki eingöngu fyrir mig heldur samdansara mína Hlakka frekar mikið til og mæti að sjálfsögðu í legghlífum
Las stórkostlega skemmtilega auglýsingu í Fréttablaðinu í dag: "Gefðu konunni frí og prófaðu hina einstöku múffu sem allir eru að tala um." LOL :) Til að útskýra þetta betur þá er verið að auglýsa kynlífshjálpartæki fyrir karlmenn Ég meina gott og vel, bara sanngjarnt að þeir geti líka keypt sér græju en "Gefðu konunni frí!" Mér finnst þetta dásamlegt viðhorf til samskipta kynjanna og spurning hvort kona eða maður skrifi svona? Eins er með nafnið. Hver finnur upp "Múffa" fyrir kynlífshjálpartæki? Sexy mothermúffa Svo fór ég inn á síðuna til að líta Múffuna augum og ég er að segja ykkur satt að ég er grátandi úr hlátri Bls. 7 í Fréttablaðinu í dag góðir hálsar, er farin út að hlaupa
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 17124
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi smitast ég af þessari hlaupbakteríu sem virðist landlæg í Seljahverfinu.... hlaup.is kíki þangað og á bls 7 í Fréttablaðinu hehe kv. Ásta
ásta (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 21:53
Já, og ég hvet þig síðan til að kíkja inn á síðuna þar sem eru mjög grafískar myndir af "Múffunum sem allir eru að tala um" og, nota bene video clip þar sem eru víst nánari leiðbeiningar
Hrund Traustadóttir, 19.9.2008 kl. 22:25
ojojojojoj langar ekki að kíkja á múffuna - neibb - sé fyrir mér svona risastórar "Kamellips" jakkittttt...........
En þú dugleg að vera farin að hlaupa - kannski hleyp ég á þig í hverfinu einn daginn - annars fer ég orðið svo hægt yfir að það er nú lítil hætta á samstuði "these days" Koma svo bara .............
Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 20.9.2008 kl. 00:14
Sko, fyrir sirka þremur árum prentaði frænka mín einhverja svona áætlun út af hlaup.is og byrjaði að hlaupa. Í dag er hún að pakka niður því á þriðjudaginn er hún skráð til leiks í maraþonhlaup einhversstaðar í Bandaríkjunum. Þannig að þetta virkar !!!!
Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 28.9.2008 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.