23.7.2008 | 16:00
Heiðardal(sel)urinn
Þá er maður kominn heim í kuldann og vosbúðina En alltaf gott að koma heim samt. Auðvitað bónus að Yvonne vinkona er á landinu, það er alla vega ekki verra
Á meðan við vorum úti barst tilkynning frá Reykjavíkurborg um að blokkin okkar fengi viðurkenningu frá borginni fyrir viðhald og snyrtimennsku Nema hvað? Ég hélt þeir ætluðu aldrei að fatta þetta
Hvað er þetta með auglýsingar í júlí um að nú sé rétti tíminn til að kaupa skólatöskur? Ég vil fá að vera í friði í sumarfríinu mínu með hugleiðingar um haustið og því sem fylgir Þetta er bara sumarfrísáreitni Maður er bara djollíkóla í sumarfríi og svo er því bara sisona slengt framan í mann að það styttist nú í að skólarnir byrji. EN ÞAÐ ER ENNÞÁ JÚLÍ OG ÉG ER Í SUMARFRÍI! Látið mig í friði með svona auglýsingar og leyfið mér að halda það í friði að það sé ekki bara rétt tæpur mánuður þar til fjörið byrjar
Nú er mín búin að fá sér Tarot spil þannig að áhugasamir um lestur eru hvattir til að hafa samband Ég ábyrgist þó ekki útkomuna því ég kann ekkert á þetta whatsoever En gaman að pæla í þessu...
Ég vildi að ég væri eins og Helga vinkona að tala hér um það hvað ég er dugleg að hlaupa. Ég er nefnilega ekki dugleg að hreyfa mig punktur en voða dugleg að tala um það hvað ég vildi vera dugleg Verð bara að fara að gera e-ð í þessu greinilega svo ég geti farið að státa mig af dugnaðinum og kannski misst e-ð af kílóum í leiðinni Helga mín, passaðu þig bara. Fyrr en varði verð ég farin að mása ofan í hálsmálið á þér á hlaupunum
Erla tengda-amma á afmæli í dag 82 ára, geri aðrir betur
21 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vertu velkomin í hlaupahópinn enda hópur þar sem tveir koma saman - eða sagði Guðni það ekki kallinn????
Það yrði sko ekki leiðinlegt að fá smá félagsskap frá svo skemmtilegri frauku eins og þér mín kæra Æddu bara af stað á meðan ég er í kóngsins................... Síjúonþerön..................
Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 25.7.2008 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.