Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
28.4.2009 | 21:03
Fimleikar :(
Drengirnir mínir eru hættir í fimleikum. Alla vega í bili. Af hverju? Vegna þess að þjálfaranum lenti saman við son minn og félagið sá sér ekki fært að bregðast öðruvísi við því en að bjóða okkur endurgreiðslu á æfingagjöldum. Hmmmm. Það er eitthvað ekki í lagi þarna? Stendur félagið virkilega svona ráðþrota gagnvart því þegar þjálfara verður uppsigað við iðkanda? Þetta er fjórða tilvikið sem við vitum um sem kvartað er undan þessum tiltekna þjálfara. Tilvikið með Birki telst ekki til stórmála, hefði verið hægt að leysa þetta með því að þjálfarinn t.d. bæðist afsökunar á að hafa misst stjórn á sér? Ég veit ekki hvað skal halda. Er bara með sorg í hjartanu yfir því að þeir séu hættir, fimleikar eiga vel við báða drengina. Það var reyndar tekið fram að þeir væru báðir velkomnir í haust. Það virðist bara vanta upp á hvað við erum velkomin í vor.
Við hljótum að velta fyrir okkur hvort til sé annað félag og þá mögulega minna félag sem heldur betur utan um iðkendur? Það er kannski borin von, en við komum til með að kynna okkur önnur fimleikafélög áður en ákvörðun verður tekin um að snúa aftur í það gamla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.4.2009 | 20:14
Æ, Ástþór...
... hættu nú. Fannst Egill Helgason í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins? Ef ég væri fjölmiðlamaður væri Ástþór Magnússon síðasti maðurinn sem ég vildi fá í viðtal. Einfaldlega vegna þess að hann er óútreiknanlegur og alls ekki málefnalegur. Hann missir sig út í eitthvað bull og verður ægilega reiður að því er virðist ekki út af neinu. Þegar maður er í stöðu eins og hann er búinn að koma sér í skiptir máli hvernig maður höndlar slíka reiði. Með því að missa stjórn á sér og fara að kalla stjórnanda þáttarins og aðra frambjóðendur öllum illum nöfnum missir hann allan trúverðugleika. Þ.e. þann litla trúverðugleika sem hann kynni að hafa unnið sér inn. Hann virðist hafa álíka stjórn á sínu skapi og krakki í gaggó með mótþróaþrjóskuröskun. Ég segi fyrir mig að það er mikið vit í mörgu sem Ástþór hefur að segja. Mér finnst bara ekkert vit í því hvernig hann kemur því frá sér. Ég tala nú ekki um þegar hann mætir síðan með gjallarhorn í opinberar stofnanir og kveikir á sírenu. Þá fer maður nú bara að hlæja og skiptir síðan yfir á stöð sem er að fjalla um frambjóðendur sem sýna kjósendum sínum virðingu.
En eflaust ágætis maður hann Ástþór Magnússon. Jólasveinahúfa fer honum vel.
Ástþór illur út í RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2009 | 17:53
Makedónísk líkamsgerð? :D
Er þetta eitthvað vafamál? Stúlkan í fréttinni er grindhoruð og augljóslega vannærð. Ég skil ekki hvað fólki þykir fallegt við þetta. Mjaðmabeinin á henni eru eins og kjúklingavængir út úr síðunni á henni Ég veit að þetta er smekksatriði og sumum finnst að líkamar eigi að vera svona ofurgrannir og helst ekki með einu auka fitugrammi en þar liggur minn smekkur ekki. Að mínu mati eiga konur að vera með mjúkar línur. Það truflar mig ekki þó hægt sé að ná klípi í síðuna á mér. Ég vil frekar hafa klíp heldur en að fólk geti talið á mér rifbeinin. Það er engin hætta á að þið eigið nokkurn tíma eftir að sjá mig ofurstælta eða ofurhoraða Þegar rif- og mjaðmabein eru farin að skaga út er ég farin að naga beikon í öll mál og drekka rjóma af stút með Flottar konur að mínu mati eru t.d. Beyoncé og Salma Hayek Það eru konur með alvörulínur Skvísan í meðfylgjandi frétt þarf nauðsynlega að fara að komast í fæðu. Nú er ég ekki sérfræðingur í "Makedónískri líkamsgerð" og það getur vel verið að fólk frá Makedóníu sé hávaxið og grannt en þessi stúlka er vannærð og af því við erum alltaf svo upptekin af fyrirmyndum þá er hún ekki góð fyrirmynd ungra stúlkna.
Punktur og PASTA
Og hvað er með fegurðarsamkeppnir yfirhöfuð?
Horuð eða falleg? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.4.2009 | 17:15
Hvað á að kjósa?
Sniðugur Kosningakompásinn hjá mbl.is. Þar svarar maður nokkrum spurningum og kemst að því hvaða flokki maður hallast að í hugmyndum. Góð leið fyrir þá óákveðnu að gera upp við sig hver á atkvæðið skilið:
http://mbl.is/mm/frettir/kosningar/compass.html
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.4.2009 | 15:21
Jahérna :)
Kallaði lögreglu að Útvarpshúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2009 | 12:58
Vorið er komið og grundirnar gróa :)
Fyrir þá sem ekki hafa nú þegar séð hana Susan Boyle syngja fyrir Simon Cowell og þau hin þá er linkur hér:
http://www.youtube.com/watch?v=luRmM1J1sfg&feature=bz303
Þegar maður fer í sparikjólinn þá límir maður ekki einhvern flennistóran forljótan númeramiða á hann. Maður límir hann frekar á bringuna á sér Piers búinn að bjóða henni út að borða og er til þjónustu reiðubúinn til að veita Susan sinn fyrsta koss, tæplega 48 ára gamalli. Oprah búin að bjóða henni í sinn þátt en Susan er ekkert að flýta sér og hefur enn ekki þekkst boðið. Það verður gaman að fylgjast með framvindu mála hjá þessari konu svo mikið er víst
Nú er vor í lofti og kosningar framundan. Skyldi fólk eiga auðvelt með að gera upp hug sinn hvar skal krota á seðilinn næsta laugardag? Ég á afskaplega erfitt með að sjá hvaða flokkur ætti mitt atkvæði skilið. Í mínum huga er þetta allt sama súpan. Í versta falli skila ég auðu og hef satt að segja aldrei verið eins nálægt því að komast að þeirri niðurstöðu eins og núna.
Nú er liðinn rúmur mánuður frá því synir mínir tveir hættu að mæta í fimleikana. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af hálfu okkar foreldrana til að fá Gerplu til að koma til móts við þeirra þarfir hefur ekkert verið gert. Svörin hafa verið á þá leið að jú, ég er einmitt að fara að vinna í þessu máli, hef samband fljótlega..... Einstaklingurinn virðist ekki hafa neitt gildi hjá félaginu, nema að hann sé mögulega líklegur til afreka. Við erum frekar svekkt yfir þessu því auðvitað viljum við að börnin okkar stundi íþróttir, leiðinlegt að þurfa að láta þá hætta við svona kringumstæður. Svo við tölum ekki einu sinni um hið himinháa gjald sem við höfum greitt fyrir vorönnina...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar