Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Nú er ég reið!

Hvað á ég að gera við þessa reiði sem hvolfist yfir mig núna þegar ég heyri af spillingunni sem grasserar í kerfinu? Það er búið að setja okkur á hausinn sem er nógu slæmt en að fá svo fréttir eins og þessar í gær er eins og hellt hafi verið bensíni á eld. Er hægt að gefa meiri skít í þjóðina sína? Jájá, fellum bara niður þessar skuldir drengir mínir, við deilum þeim bara niður á fólkið í landinu AngryBannsettir siðleysingjar Angry

Hvert eigum við svo að beina þessari reiði? Að bankamönnum? Já auðvitað, en ekki síður að þeim sem leyfðu bankamönnum að vinna "vinnuna" sína óáreittum. Ríkisstjórnin, stjórn Seðlabankans og þeir hjá Fjármálaeftirlitinu eiga auðvitað ekki að fá að halda sinni vinnu lengur. Ég hef ekki hugmynd um hver væri endilega hæfari til að taka við þessum störfum, en þetta fólk er búið að klúðra öllu fyrir okkur og á þar af leiðandi að taka afleiðingunum, ekki síður en við. Svo kvartar Menntamálaráðherra yfir því í fjölmiðlum að henni finnist óþolandi að sitja undir svona tortryggni þegar verið er að spyrja hana hvort maðurinn hennar hafi verið einn af þeim sem fengu sínar skuldir niðurfelldarShocking Við hverju býst hún? Að af því hún sé ráðherra þá sé hún/þau stikkfrí? Er óeðlilegt að fólk sé tortryggið eins og staðan er?

Svo segja þessir menn: Við skulum nú ekkert vera að leita að sökudólgum!! Shocking Það er búið að setja allt á annan endann í þessu landi, þúsundir búnir að missa vinnuna eða eiga eftir að missa hana, fólk skuldsett upp í topp, gjaldþrota og ég veit ekki hvað - og við eigum EKKI að leita að sökudólgum?! Hver segir svona nema sökudólgurinn sjálfur? Ég er brjáluð og ég vona innilega að við íslendingar stöndum nú saman í því að gera eitthvað í málunum en sitjum ekki bara heima og klórum okkur í kollinum. Það þarf að rannsaka þessa rotnun í bönkunum og ég vona að fjölmiðlar helli sér í það. Ég treysti alla vega engum öðrum í það eins og staðan er í dagAngry

Og hananú.


mbl.is Óþolandi að líða fyrir tortryggni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband