24.4.2009 | 17:53
Makedónísk líkamsgerð? :D
Er þetta eitthvað vafamál? Stúlkan í fréttinni er grindhoruð og augljóslega vannærð. Ég skil ekki hvað fólki þykir fallegt við þetta. Mjaðmabeinin á henni eru eins og kjúklingavængir út úr síðunni á henni Ég veit að þetta er smekksatriði og sumum finnst að líkamar eigi að vera svona ofurgrannir og helst ekki með einu auka fitugrammi en þar liggur minn smekkur ekki. Að mínu mati eiga konur að vera með mjúkar línur. Það truflar mig ekki þó hægt sé að ná klípi í síðuna á mér. Ég vil frekar hafa klíp heldur en að fólk geti talið á mér rifbeinin. Það er engin hætta á að þið eigið nokkurn tíma eftir að sjá mig ofurstælta eða ofurhoraða Þegar rif- og mjaðmabein eru farin að skaga út er ég farin að naga beikon í öll mál og drekka rjóma af stút með Flottar konur að mínu mati eru t.d. Beyoncé og Salma Hayek Það eru konur með alvörulínur Skvísan í meðfylgjandi frétt þarf nauðsynlega að fara að komast í fæðu. Nú er ég ekki sérfræðingur í "Makedónískri líkamsgerð" og það getur vel verið að fólk frá Makedóníu sé hávaxið og grannt en þessi stúlka er vannærð og af því við erum alltaf svo upptekin af fyrirmyndum þá er hún ekki góð fyrirmynd ungra stúlkna.
Punktur og PASTA
Og hvað er með fegurðarsamkeppnir yfirhöfuð?
Horuð eða falleg? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg sammála
, 24.4.2009 kl. 18:39
Vægast sagt hryllingur að horfa á konugreyið. Svakalegt hvað kóað er með henni go þetta hafið upp í einhvern dýrðarljóma, hræðilegt og röng skilaboð til hennar sjálfrar og svo allra sem líta upp til fegurðardrottninga... alveg magnað að vera svo meðvirkur að búa til nýja "makedóníska líkamsgerð" ... já og fegurðarsamkeppnir yfirhöfuð æ ég veit það ekki gulrótin fyrir marga eru verðlaunin á meðan verðlaunin skipta engu í sjálfu sér fyrir suma sem njóta þess að sýna sig... ekki minn kaffibolli en get ekki sagt hvort ég sé eitthvað með eða á móti þeim.
Ásta pásta Kristín (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 08:29
ps. er í losti yfir kjörseðlinum:/
Ásta Kristín (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 08:30
Ég var alltaf voða mikill aðdáandi fegurðarsamkeppna. Fannst gaman að fylgjast með þeim og mynda mér skoðanir á útliti eymingjans stúlknanna og hvernig þeim tókst til í kjólavali. Í dag finnast mér þessar keppnir svo gjörsamlega tilgangslausar með öllu. Fyrir utan að ég er farin að sjá það sem kvenréttindakonur hafa verið að tala um í gegnum tíðina. Mér finnst þetta niðurlægjandi fyrir hverja og eina stúlku; að spranga um svið í bikini eða sundbol og áhorfendur og dómnefnd stinga saman nefjum um líkamsvöxt hennar og andlit og gefa henni EINKUNN fyrir hvort tveggja. Ojbara.
En hvað var með kjörseðilinn Ásta mín? Ég fann svo sem ekkert athugavert við hann, annað en að ég hefði viljað hafa fólk með viti á honum...
Hrund Traustadóttir, 25.4.2009 kl. 20:22
Sá þessa frétt og vá! Ótrúlegt hvaða vitleysu fólk finnur upp.
Flottara hefði verið að segja þá að hún væri svona grönn vegna heimskreppunar, fjölskylda hennar hefði verið með allt sitt fé á icesave reikningi í Bretlandi og ætti því ekki til hnífs og skeiðar.
Ég hefði keypt það og gefið henni mitt atkvæði.
Kristín Bjarnadóttir, 6.5.2009 kl. 21:50
og já mikið vildi ég að Beyoncé væri þér sammála eða að minnsta kosti framleiðendur efnis frá henni, myndbönd, kynningarmyndir og annað efni sem frá henni kemur eru svo teygð og toguð að það er farið út að ystu mörkum í því.
Mér finnst eitthvað tortryggilegt þegar kona syngur um hvað hún er stolt af rassinum á sér og ávölu línunum en samþykkir svo álíka líkamsbreytingar.
En flott er hún þótt hún sé skelfilegur dansari.
Kristín Bjarnadóttir, 6.5.2009 kl. 21:52
Mér finnst hún einmitt flottur dansari og hef aldrei tekið eftir því að efni frá henni sé breytt?? En ég er sosem ekki mikið að taka eftir svoleiðis hlutum svona almennt séð
Hrund Traustadóttir, 6.5.2009 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.