18.4.2009 | 12:58
Vorið er komið og grundirnar gróa :)
Fyrir þá sem ekki hafa nú þegar séð hana Susan Boyle syngja fyrir Simon Cowell og þau hin þá er linkur hér:
http://www.youtube.com/watch?v=luRmM1J1sfg&feature=bz303
Þegar maður fer í sparikjólinn þá límir maður ekki einhvern flennistóran forljótan númeramiða á hann. Maður límir hann frekar á bringuna á sér Piers búinn að bjóða henni út að borða og er til þjónustu reiðubúinn til að veita Susan sinn fyrsta koss, tæplega 48 ára gamalli. Oprah búin að bjóða henni í sinn þátt en Susan er ekkert að flýta sér og hefur enn ekki þekkst boðið. Það verður gaman að fylgjast með framvindu mála hjá þessari konu svo mikið er víst
Nú er vor í lofti og kosningar framundan. Skyldi fólk eiga auðvelt með að gera upp hug sinn hvar skal krota á seðilinn næsta laugardag? Ég á afskaplega erfitt með að sjá hvaða flokkur ætti mitt atkvæði skilið. Í mínum huga er þetta allt sama súpan. Í versta falli skila ég auðu og hef satt að segja aldrei verið eins nálægt því að komast að þeirri niðurstöðu eins og núna.
Nú er liðinn rúmur mánuður frá því synir mínir tveir hættu að mæta í fimleikana. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af hálfu okkar foreldrana til að fá Gerplu til að koma til móts við þeirra þarfir hefur ekkert verið gert. Svörin hafa verið á þá leið að jú, ég er einmitt að fara að vinna í þessu máli, hef samband fljótlega..... Einstaklingurinn virðist ekki hafa neitt gildi hjá félaginu, nema að hann sé mögulega líklegur til afreka. Við erum frekar svekkt yfir þessu því auðvitað viljum við að börnin okkar stundi íþróttir, leiðinlegt að þurfa að láta þá hætta við svona kringumstæður. Svo við tölum ekki einu sinni um hið himinháa gjald sem við höfum greitt fyrir vorönnina...
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Víkingar náðu naumlega jafntefli
- Opnaði markareikninginn fyrir Íslendingafélagið
- Viktor talar og hlær í svefni
- Lítið sofinn en ekki illa sofinn
- Liverpool óstöðvandi í Meistaradeildinni
- Stórstjarna Frakka fór mikinn í öruggum sigri
- Valskonur fjarlægðust botnsvæðið
- Íslandsmeistararnir áfram á sigurbraut
- Annar sigur Þórsara gegn toppliðinu á fjórum dögum
- Lærisveinar Alfreðs áttu ekki roð í meistarana
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.