Leita í fréttum mbl.is

Hvað er að fólki?

Ég er reið. Ég er reið yfir þjóðfélagsástandinu. Ég er reið yfir því að yfirvöld brugðust okkur með því að bregðast ekki rétt við ástandinu, enginn virðist tilbúinn að viðurkenna ábyrgð sína. Fólk í þeim ábyrgðarstöðum sem átti að koma í veg fyrir að hrunið yrði eins slæmt og raun ber vitni er enn í þeim ábyrgðarstöðum og hefur hreinlega komið fram með hroka í fjölmiðlum.

Ég er fylgjandi mótmælum. Þeim mega fylgja læti að mínu mati. En ekki ofbeldi eða skemmdarverk. Reiðin á ekki að beinast að lögreglumönnum sem eru að sinna sínu starfi eflaust margir hverjir jafn reiðir og við hin vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Það er líka búið að skuldsetja þá og þeirra fjölskyldur upp í topp rétt eins og okkar.

En nú tekur steininn úr. Hvað er hægt að segja um fólk sem ekki getur fundið til samkenndar með samborgurum sínum? Forsætisráðherra greinir frá því í fjölmiðlum að hann sé alvarlega veikur og fólki eins og Herði Torfa dettur virkilega í hug að láta út úr sér að það sé pólitískt útspil! Haft er eftir einhverri Guðrúnu Tryggvadóttur að hún telji Geir heppinn að hafa veikst, því nú muni fólk ekki þjarma að honum! Hmmmm, af tvennu illu hvort ætli Geir myndi velja? Illkynja æxli eða að fólk "þjarmi að honum"? Mér finnst nú að sumir ættu virkilega að skammast sín.

Burtséð frá reiði minni yfir viðbrögðum ráðamanna við ástandinu finn ég innilega til með Geir Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og þeirra fjölskyldum og ég óska þeim alls hins besta í sinni baráttu. Mér finnst að við íslendingar eigum að sýna þá samstöðu sem marg hefur verið umrædd og senda þeim hlýja strauma og kveðjur og hafa þau í bænum okkar.


mbl.is „Ekki farin að finna til með honum ennþá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Mikið er ég sammála þér og vona svo sannarlega að meirihluti þjóðarinnar hugsi eins og þú. Flestir eru  mjög reiðir en ég vona að enginn sé illgjarn í garð samborgara sinna og biðji góðan guð að hjálp þeim sem eru veikir og sendi þeim hlýjar óskir og von um góðan bata. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 24.1.2009 kl. 10:12

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég er sammála þér Hrund Þessi ummæli Harðar Torfa voru ekki viðeigandi.  Nú væri réttast að Hörðu æxli ábyrgð á orðum sýnum og hætti sem talsmaður radda fólksins því ekki er hann mín rödd.

 Ég þekki það vel að hafa krabbameins veikan fjölskyldumeðlim og var það mikið sjokk þegar þær fréttir bárust. 

Ég óska Geir og Ingibjörgu góðs bata

Þórður Ingi Bjarnason, 24.1.2009 kl. 10:28

3 identicon

Hvað er hægt að segja um fólk sem ekki getur fundið til samkenndar með samborgurum sínum?

Þarna hittir þú naglann beint á hausinn. Það er td hægt að segja um svoleiðis fólk að það eigi ekki að vara í ráðherrastól,,,,,,

Ég verð að segja fyrir mig að ég missi meiri svefn yfir þvi hvort, og þá hvað börnin mín fá að borða, heldur en veikindum manns sem er skítsama um mig og mína.

Geir Magnússon (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 10:30

4 Smámynd: Jóna Sigríður Kristinsdóttir

Ég á ekki orð.  Er fólk virkilega orðið svona skemmt eða hefur það kanske bara alltaf verið það.  Hvernig er hægt að láta annað eins út úr sér eins og þessi Guðrún Tryggvadóttir gerir.  Ég held að það sé vegna fólks eins og hennar og jafnvel Harðar Torfasonar eftir það sem að hann lét út úr sér í gær, að fullt af fólki sem að ég þekki og ætlaði að fara að taka þátt í mótmælum í dag, fer ekki.  Þessu "venjulega" fólki sem að situr oftast heima og er búið að tala um síðan fyrir áramót að ætla nú að fara að taka þátt.

Jóna Sigríður Kristinsdóttir, 24.1.2009 kl. 11:10

5 identicon

Hrund ég tek fyllilega undir með þér.

Það sem mér finnst og hefur mest komið á óvart í þessum mótmælum undanfarið er hversu ástand þjóðarinnar er slæmt, veikasti hlekkurinn hefur komið í ljós og hann er sá sem gekk fram með mestu ólátunum og sóða og skemmdarverkum. Það er mikið verk framundan hjá stjórnvöldum að byggja upp þjóðfélagið, og byrja þarf á þessum veikasta hlekk eða því sem gerði það að verkum að slíkur hlekkur varð til.

Nökkvi (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:20

6 identicon

Ég er sammála þér Hrund þetta er skelfilega óviðeigandi hvernig fólk hugsar og hvað það getur sagt ég held að sumir ættu að fara að taka sig saman í andlitinu. Að fá illkynja krabbamein er mjög erfitt fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans. Ég óska Geir ,Ingibjörgu og fjölskyldum þeirra alls hins besta.

Elsa Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:50

7 identicon

Það er grein í Morgunblaðinu í dag - frásögn lögreglumanns sem hefur staðið vaktina. Ég hvet fólk til að lesa þessa grein.

Ruth (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:14

8 identicon

Geir og Ingibjörg eru í bænum okkar ... eins og svo margir aðrir sem eru svo óheppnir að lenda í veikindum. Foreldrar mínir lentu til dæmis í veikindum núna, misstu vinnu í leiðinni. Þar sem þau töpuðu stærstum hluta lífssparnaðar síns í bankahruninu hafa þau úr litlu að spila, geta t.a.m. ekki leitað til útlanda eftir lækningum.

Foreldrar mínir óska þess eins að stjórn seðlabanka, bankaráð seðlabanka, stjórn fjármálaeftirlits og ráðherrar í ríkisstjórn segi af sér til þess að hæfir einstaklingar geti tekið við.

Þar með er ekki sagt að Hörður Torfason eða aðrir mótmælendur eigi að taka við. Það er algjör misskilningur að halda að mótmælendur séu að reyna að ná völdum, þeir eru einungis að mótmæla spillingunni sem viðgengst.

Trúir því virkilega einhver að tilviljun ein hafi ráðið því að ráðuneytisstjóri (sjálfstæðismaður) hafi selt hlutabréf sín í Landsbanka rétt fyrir hrunið?

Eruð þið blind?

Það er aumingjaskapur og misskilningur að persónugera mótmælin í Herði Torfasyni. Djöfuls smjörklípa.

Skammist ykkar bara sjálf fyrir að ráðast á Hörð, maðurinn er að berjast fyrir alla þá sem minna mega sín, sjúklinga og aðra. Það er meira heldur en hægt er að segja um sjúklingana í Ríkisstjórninni.

Ragnar (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 14:27

9 identicon

Skoðaði nokkur blogg eftir fréttamannafundinn á fös og því var haldið fram á nokkrum þeirra að svona færi fyrir fólki sem léki þjóðina sína illa............þau hefðu sem sagt kallað þetta yfir sig sjálf, Geir og Ingibjörg.  Langaði bara að bæta þessu við vegna þess að það sló mig svo hvernig fólk hugsar.  En líkt og ég talaði um í síðusta blogginu mínu þá hefur fólk tilhneigingu til að leita skýringa hjá viðkomandi, aðeins þannig telur það sér trú um að slíkt komi ekki fyrir það sjálft.  En þvílíkt hálmstrá en það er auðvitað bara mitt álit.  Ég hef bara aldrei áður heyrt minnst á að maður fái krabbamein fyrir að segja ekki frá hlutum sem ekki er enn tímabært að segja frá:)

Kv.D

Didda (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband