12.1.2009 | 17:01
Kurt Nilsen og co
Verð að deila einu með ykkur. Raggi fékk geisladisk í afmælisgjöf frá systur minni og hennar manni. Hvorki meira né minna en sér-innfluttur fyrir Ragga Þetta mun vera diskur sem ekki fæst hér á landi en með tónlist sem við hjónin höfum fengið að njóta heima hjá fyrrnefndri systur minni Á diskinum syngja saman á tónleikum fjórir norskir gaurar og þeirra á meðal fyrir þá sem til þekkja er Kurt Nilsen (með frekjuskarðið), sá er vann alheims-Idolkeppnina um árið. Nema hvað, að við erum búin að brenna tvö eintök, eitt í hvorn bíl þannig að þá er orginalinn klár í græjunum heima og þannig getum við gólað okkur hás í bílunum báðum. Ef ég væri á góðærisbankastjóralaunum fengi ég ekki Elton John til að koma og spila í afmælinu mínu. Ég fengi þessa fínu norðmenn. Og hananú.
Ég fann eitt gott tóndæmi á youtube og ákvað sem sagt að deila því með ykkur:
http://www.youtube.com/watch?v=MPl01GRU2Zw
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
Athugasemdir
Vá hvað þetta er flott!
Fyllir mann skelfilegum vanmætti að taka eftir að þetta geta þeir samankrepptir í stólunum og gefur lítið fyrir það sem ég lærði í framburði á síðustu önn, líkamsstaða skiptir sem sagt máli fyrir þá sem hafa venjulega rödd en svona snillingar æla þessu út úr sér bognir í baki með klesst lungu og hangandi haus.
Takk fyrir mig.
Didda pidda (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 11:22
Talaði við Kurt áðan og þar sem hann er frændi minn tekur hann ekkert fyrir að koma í afmælið þitt, hvenær á hann að mæta?
Didda (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 11:24
Æ takk Didda, alltaf hægt að stóla á þig
Nákvæmlega það sama og ég tók eftir, samankrepptir í stólunum að syngja eins og ekkert sé... Segir örugglega margt um muninn á þeirra getu versus okkar
Hrund Traustadóttir, 13.1.2009 kl. 16:38
geðveikir - hvernig var með mitt eintak
Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 13.1.2009 kl. 22:46
Þú færð það þegar þú ferð með mér í Smáralind að kaupa skó
Hrund Traustadóttir, 13.1.2009 kl. 23:03
Vaaá bilaðislega flottir gaurar uh raddlega séð. Er ekki frá því að þeir slái Ormson eða Lumex (eða hvað þeir hétu þarna íslenska boybandið) út. Hækkaðu aðeins meira í græjunum heima hjá þér ja eða í bílnum og þá heyrist þetta kannski yfir til mín. Er enn með gæsahúðina (sit reyndar við opinn glugga) en nú ætla ég að setja þetta aftur á fóninn (hvað sem það nú er) til að tryggja að gæsahúðin fari ekki.
Luv Helena
Helena (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 14:49
Já flottir! Og mikið var nú vinalegt að sjá nafnið þitt á heilsíðu auglýsingu fyrir Sólskinsdrenginn í dag:) Knúz
Ásta (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 17:10
Gellan - bara orðin heimsfræg á Íslandi í dag Má maður snerta????
Veit, veit, ég er bara afbrýðisöm - myndi samt varla höndla slíka frægð - enda feimin og hlédræg með eindæmum...............
Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 14.1.2009 kl. 20:02
bíddu já skóleiðangur - ekki málið - any time my dear - (svolítið lengi að fara í gang fattarinn)
Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 14.1.2009 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.