28.10.2008 | 13:24
My Darling Brown Vetrarfrí og Veikindi
Ég var að skoða síðuna www.indefence.is um daginn og þegar við strákarnir vorum úti að búa til snjókalla í vetrarfríinu datt mér í hug að stökkva inn og sækja myndavélina og smella inn á síðuna mynd af þeim með skilaboðum til háttvirtra forsætis- og fjármálaráðherra Bretlands. Þegar ég er að smella af eru drengirnir að spyrja mig hvað standi á blaðinu og af hverju ég sé að láta þá halda á þessu blaði. Ég svaraði því til að ég myndi útskýra það fyrir þeim þegar við kæmum inn. Þá segir Birkir: Mamma, ertu að nota okkur? Ehemm, neinei hvernig dettur þér það í hug drengur? hehe. Fékk svo skilaboð frá skólasystur minni á Facebook þar sem hún spyr mig hvort þetta sé ekki drengurinn minn á forsíðu sænska Aftonbladet? Og jú mikið rétt, það eru þeir bræður vel nýttir semsagt http://www.aftonbladet.se/nyheter/article3631893.ab
Var annars að horfa á viðtalið við Björgúlf í Kompás í gær og vááá hvað ráðamenn á Íslandi eru í stórri klípu ef upp kemst að Björgúlfur hafi rétt fyrir sér. Vonandi verða þeir þá rassskelltir opinberlega Ég hef það frá fyrstu hendi að þeir sem hafa setið fundi með Geira þessar síðustu vikur hafa komið af þeim fundum engu nær en áður en þeir fóru. Maðurinn er víst með ákvörðunarfælni á háu stigi og allir þessir fundir eru ekki að skila einu einasta neinu. Það er því kannski ekki að ástæðulausu sem þeir sem setið hafa fundina koma út úr ráðherrabústaðnum með pókerfés og engin komment til fjölmiðla. Þeir hafa ekki frá neinu að segja! Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls og hvort Björgúlfi takist að sanna sitt mál. Hafi hann rétt fyrir sér, hef ég mikið meiri skilning á viðbrögðum breta þó svo að þau hafi reyndar verið fullhörð. Ég skil þau samt betur. Fyrir þá sem ekki sáu viðtalið má finna það hér: http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=3a6059bd-b342-4012-8c77-6966f9a0abd2&mediaSourceID=a90869d7-3445-42f4-a5fd-5b8a6373f7da
Vetrarfríið góða hefur því miður farið í veikindi á þessu heimili. Sá yngsi veiktist á föstudag og lá alla helgina, og nú liggur miðjan voðalega lasinn og druslulegur Þannig að leikskólakennari heimilisins hefur ekki alveg verið að standa sína pligt í vinnunni undanfarið En ég prjóna þeim mun meira. Er búin með sitthvort ullarsokkaparið á yngri synina tvo og er á því þriðja sem unglingurinn fær Voða voða gaman
29 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Blackbox Pizzeria lokað
- Fréttaskýring: Kanada verði land tækifæranna
- Þarf fólk að kaupa sér hraðbanka?
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
Athugasemdir
Frægir í útlöndum!!! Yndislegt:) og MJÖG góð athugasemd hjá syninum:) prik
Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.