30.9.2008 | 20:01
80´s og Flashdance - what a feeling!
Já, dansinn dunaði í Kópavoginum í gær Fór í fyrsta danstímann og get ekki sagt að ég hafi upplifað sjálfa mig sem tígulegan dansara með mýkt í hreyfingum Það vantaði bara talsvert upp á samhæfingu og tilfinningin var meira svona ósamhæfð belja á svelli (Ekki það að mikið sé til af samhæfðum beljum á svelli, en maður veit aldrei) En hrikalega gaman, maður minn. Bara að forðast spegilinn og augnkontakt við vinkonurnar og þá um leið óstöðvandi hlátursköst og þá kemur þetta Það er líka ekki alveg laust við að strengir geri vart við sig í dag, klósettsetan er ekki að gera mér neina greiða þar sem strengirnir eru verstir aftan á lærunum
Af mér á hlaupum er lítið að frétta þar sem mín veiktist í síðustu viku og ég hef bara ekki náð mér almennilega á strik til að byrja að hlaupa aftur Get samt ekki beðið...
Á föstudaginn liggur leiðin á Reunion hjá útskriftarárgangi ´88 úr Seljaskóla. Ég og mínir gömlu skólafélagar höfum legið í hlátursköstum yfir ljósmyndum frá þeim tíma á fésbókinni Áður fyrr hálfskammaðist ég mín fyrir að hafa verið unglingur að eltast við þessa tísku á sínum tíma en í dag lít ég eiginlega meira á það þannig að ég sé heppin að hafa verið hluti af þessu fyrirbæri Það er sagt að tískan gangi alltaf í hringi en neeei, ég hugsa að þessi tíska komi aaaaldrei aftur Í dag má sjá tískustrauma sem rekja má til ´80 áranna en það er ekkert eins og þetta var, maður minn. Við erum að tala um það að fermingarfötin mín samanstóðu af hvítum kjólfötum sem mamma saumaði, appelsínugulri silkiskyrtu sem mamma saumaði að sjálfsögðu líka, hvítum mokkasíum og appelsínugulri, skósíðri kápu úr skrjáfefni með axlapúðum sem hvaða amríski fótboltakappi væri hreykinn af Greiðslan var auðvitað við hæfi - toppur beint upp í loft og vængir í hliðum. Þarf ég að segja meira?
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
OMG - I have seen that picture my dear Nothing to brag about.......
Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 3.10.2008 kl. 19:48
Hehe. ÓÓÓnei. Það er ástæða fyrir því að HVERGI er að sjá fermingarmynd af mér uppi á veggjum. Ekki einu sinni hjá foreldrum mínum
Hrund Traustadóttir, 5.10.2008 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.