14.6.2008 | 13:52
Kynlíf og borgin
Við Helena skelltum okkur á "Sex and the City" í vikunni Alveg skemmtileg mynd með misflottum búningum, prumpuhúmor og kynlífssenum. Það fer ekkert á milli mála hvað hún Sarah Jessica Parker er vandvirk. Hún vandaði sig alltaf rosalega vel við að lúkka vel og að stúturinn á munninum væri alltaf á sínum stað þegar dramatísku mómentin voru að bera hana ofurliði, hún vandaði sig rosalega mikið við að vera alltaf í sitt hvoru átfittinu en er greinilega tilfinningalega bundin beltinu sínu því hún notaði það við flesta búningana. Hún hefur greinilega vandað sig líka við að finna "frumlega" hönnuði því sum átfittin voru hreinlega fáránleg og eins langt frá því að vera smart og hægt er. Hún toppaði það t.d. með brúðarkjólnum. OMG. Þessi mynd hérna sýnir kjólinn eiginlega ekki í réttu ljósi. Hann lítur næstum því út fyrir að vera flottur. En sitt hvor klósettrúllan hefði ekki dugað til að fylla upp í toppinn á kjólnum. En Vivienne Westwood hannaði hann þannig að ég hlýt bara að vera að misskilja eitthvað. Skilaboðin eiga samt auðvitað að vera þau að þú þarft ekki dýrasta og flottasta brúðarkjólinn eða flottustu og dýrustu brúðkaupsveisluna.
Einhvern tíma heyrði ég máltæki sem ég man auðvitað ekki lengur en uppistaðan var að maður eigi ekki að láta tískuna gera sig að fífli. Komst ekki hjá því að hugsa þetta í bíó. Sumt fólk klæðir sig í fáránleg föt bara af því einhver X hannaði þau og þar með eiga þau bara að vera flott. Æ sorrý Sara, það er bara ekki þannig.
Svo er hún greinilega vandvirk og samviskusöm í ræktinni því það er bara rugl hvað hún er horuð. Fyrir utan tvö svona tilgangslaus egótripp atriði þar sem við fáum að sjá Söru annars vegar pósa í nokkrum mismunandi brúðarkjólum og hins vegar í nokkrum 80´s átfittum þá er myndin hin besta skemmtun.
Komst samt ekki hjá því að hugsa til leikaranna þegar eitt kynlífsatriðið kom upp á skjáinn. Hvernig tæklar maður slíkt sem leikari? "Jæja Beggi minn, þá er komið að okkar atriði. Manstu, þar sem ég er allsber á hnjánum í rúminu og sný að myndavélinni og þú ert allsber fyrir aftan mig og það eina sem skýlir prívatpörtunum mínum eru hendurnar á þér?" "Á ég svo að lygna aftur augunum og stynja? Ok, hærra, jebbs. Beggi þú kitlar mig þegar þú másar svona í eyrað á mér. Spurning hvort þú þurfir ekki að færa þig aðeins aftar í rúmið svo hann rekist ekki svona utan í mig. Heyrðu bið svo að heilsa Siggu og krökkunum".
En eins og ég segi, fín mynd
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ahahahahah. Nei nú erð ég að fara að drífa mig að sjá þessa mynd.
K,
Inda
Inda (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 09:21
Alveg sammála þér í meginatriðum varðandi myndina, ágætis afþreying en í raun var það bara einu sinni fyrir utan prumpu brandarann sem maður skellti upp úr. Mér fannst líka gaman að sjá að leikararnir hafa elst líkt og við hin. Engin að missa sig í botoxi eða sili eða hvað....
Kveðja frá Vestmannaeyjum.
Helena (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.