Leita í fréttum mbl.is

Öskudagur til mæðu

Það er komið að því. Næsti Öskudagur nálgast óðfluga. Dagurinn sem ég kvíði yfirleitt. Af hverju? Jú, ég er útivinnandi og hef ekki tök á því að þeysast á milli fyrirtækja með börnin mín grímuklædd í aftursætinu svo þau geti sníkt sælgæti í fyrirtækjum. Mér finnst það reyndar alveg glataður nýr siður en hverju tekur maður nú ekki þátt í með ormunum sínum? Wink (Hef reyndar aldrei gert það, þeir hafa alltaf verið í Frístundaheimilinu þennan dag Smile)

Málið er, að í þeirra skóla er alltaf starfsdagur á Öskudag. Foreldrafélagið hefur séð um hátíð sem fram fer í íþróttasal skólans og byrjar hún yfirleitt í kringum kl 14 og stendur í tvo tíma ca. Þannig að fram að því eru strákarnir mínir einir heima þar sem báðir eru hættir í Frístundaheimilinu, grímuklæddir að bíða eftir því að hátíðin hefjist af því mamma gamla er í vinnunni, grímuklædd með hinum börnunum sínum að slá köttinn úr tunnunni og kemst því ekki til að skutlast í nammisníkjuferðirnar Woundering

Í ofanálag á miðsonurinn afmæli þennan dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Haha, mikið rétt, Hrund mín, það er búið að hlaða kvöðum á okkur foreldra á þessum degi. Af hverju getur þetta ekki verið skóladagur, a.m.k. til hádegis? Annars efast ég um að fyrirtækin standi tilbúin með fullt af góðgæti handa krökkunum núna, í þessarri tíð..... því miður að vissu leyti, því þeim finnst þetta spennandi en alltaf skal kreppan ná höggi á þau á einhvern hátt.

Gaman að þú sért loksins komin með nýja færslu, er búin að lesa lesbíu-færsluna svo oft....

Lilja G. Bolladóttir, 12.2.2009 kl. 19:10

2 Smámynd: Hrund Traustadóttir

Hæ Lilja mín og takk fyrir innilitið/in  

Ég hef heyrt um skóla sem hafa starfsemi þennan dag og þá er deginum eytt í leikjum og alls kyns uppákomum, algjör snilld. Þannig finnst mér að Öskudagur eigi að vera - eða almennur frídagur þannig að fólk hafi tækifæri til að eyða honum í skemmtilegheit með börnunum sínum

Hrund Traustadóttir, 12.2.2009 kl. 19:25

3 identicon

Æ hvað ég skil þig!  Það voru einmitt svona skemmtilegheit í skóla sonar míns áður en hann byrjaði í honum... þá var því hætt:/  Veit ekki hvernig þetta verður núna... Ertu búin að búa þér til búning? Vonandi lukkast dagurinn vel hjá ykkur.

Ásta Kristín (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 21:36

4 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Ég þoli einmitt ekki þennan dag.  Og þá er ég auðvitað ekki að tala um 25.febrúar:/ heldur Öskudag.

Heyrði svoleiðis hryllingssögurnar frá deginum í fyrra þar sem börn í ömurlegu veðri flæktust t.a.m. niður í Smáralind þar sem allt var búið á klst.´

Eins og Lilja bendir á þá er líka ekki líklegt að borðin svigni í fyrirtækjunum.

Má ég þá frekar biðja um öskupokadæmið aftur?

Kristín Bjarnadóttir, 12.2.2009 kl. 23:23

5 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

mér finnst þessi þróun á þessum degi slæm og að þurfa að keyra börn milli fyrirtækja er hrikalega tímafrekt og hafa ekki allir foreldrar tök á því að standa  í þvi.  þetta ætti að vera skóladagur þar sem skólabækur eru lagðar til hliðar og dagurinn notaður í skemmtun og fjör

Hér á Hólum er skóladagur með miklu fjöri og skemmtileg heitum, Þar mæta börninn foreldrafélagið hefur undir búið Háskólan til að taka á móti börnum sem vilja syngja fyrir starfsfólk og nemendur.  þar er fraið á allar hæðir skólahúsins, hesthúsið og til biskups.  þetta tekur allt sam ca 1.klst eftir það er ferið upp í skóla þar er nammi sleigið úr tunnu og ösudagsball og svo fara börninn heim sæl og glöð eftir góan dag. 

Þórður Ingi Bjarnason, 13.2.2009 kl. 11:27

6 Smámynd: Hrund Traustadóttir

Nei Ásta búningurinn er ekki klár en þú veist hvernig þetta er, við búum okkur að sjálfsögðu til búninga líka  

Má ég einmitt biðja um öskupokahefðina aftur? Ég man nú ekki betur en það hafi dugað okkur krökkunum í gamla daga að ganga um hverfið til að miða út "fórnarlömb" og eins fórum við í hverfisverslunina. Þar var sérstaklega setið um þá sem stöldruðu við kjötborðið, fólk var svo niðursokkið þar

Þórður, ansi líst mér vel á þetta fyrirkomulag á Hólum, þetta er akkúrat það sem ég er að tala um, ég vildi óska að skólinn tæki meiri þátt í þessu með börnunum. Annað hvort það eða breyta deginum í almennan frídag

Hrund Traustadóttir, 13.2.2009 kl. 17:02

7 identicon

Mikið er ég sammála þér nafna mín !  Ég sagði við Þórunni " ferð þú ekki að hætta þessu, þú ert orðin svo gömul ? " ( 10 ára )  Hún hélt nú ekki.  Ég þoli ekki þennan dag hvernig þetta er orðið allt saman.  Finndist eðlilegast að það væri skóladagur þennan dag og punktur

Hrund Guðm. (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 12:04

8 Smámynd: Helga Sigríður Úlfarsdóttir

Eins og talað úr mínum munni - hata öskudaga á Íslandi - flytjum í Garðabæ, þar er kennt á þessum degi og mikið fjör, skemmtanir og læti - hvað þurfa þau svo sem nammi - fá nóg af því á laugardögum!!! Fyrir utan að það er ekki eins og að þau hafi unnið til verðlauna og eigi skilið nammi fyrir sönghæfileika eða hugmyndaauðgi - það syngja flestir "gamli nói" og "allir krakkar" - vantar alveg metnaðinn í liðið  Nú svo er fólk bara útivinnandi og svona flandur um borg og bý ætti ekki að líðast af líðnum - býður bara hættunni heim

Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 14.2.2009 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband