13.11.2008 | 20:17
Jól í skugga kreppu
Í fyrstu vikunni í desember verða tvennir jólatónleikar Kvennakórs Reykjavíkur. Það er því dágóður tími síðan maður fór að raula jólalög Sem er gott. Held að ég taki líka jólaljósin fyrr fram í ár en venjulega. Aðeins að mýkja stemninguna. Mér og strákunum mínum verður þessa dagana alltaf starsýnt á einn gluggann í götunni hjá okkur. Um síðustu helgi fékk einhver skreytingabrjálæðingurinn þvílíka útrás á þessum glugga. Það er ekki pláss fyrir frímerki á honum fyrir seríum sem allar blikka í öllum regnbogans litum. Það er auðvitað hægt að missa sig í öllu. Þessi hefur alla vega ákveðið að styrkja Orkuveituna þessi jólin. Aldrei að vita nema hún líði skort eins og aðrar stofnanir sosem.
Hvernig ætli jólin verði í ár? Skyldi fólk halda jól eins og það hefur gert undanfarin ár? Ætli maður eigi eftir að upplifa brjálæðið sem einkennt hefur verslunarmiðstöðvar borgarinnar síðustu daga fyrir hátíðar? Veit ekki. Jólin á mínu heimili verða ekki þau sömu. Það er ekkert annað að gera en að halda fast í veskið þessa dagana. Maður veit ekkert hvar eða hvenær þetta ástand endar hér á stórasta landi í heimi.
Birkir situr um okkur pabba sinn þessa dagana og les upp úr Nýja testamentinu fyrir okkur. Kannski viðeigandi miðað við allt og allt?
30 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
nei ætli það. Gæti trúað að það yrði nú allt annar bragur á.
Ég reikna m.a.s varla með að splæsa í jólakort, kannski maður láti email nægja nema til útvaldra.
en þið komið nú til okkar á 2. í jólum.
Birkir getur þá lesið jólaguðspjallið
Didda (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 23:34
Indæll alltaf hann Birkir - hugsar um fjölskylduna sína þessa dagana les ég..........
Já ég er búin að skreyta eldhúsgluggana og það við mikinn fögnuð einhverfs drengs í nálægu húsi sem horfir á þau heillaður úr sínum glugga Gott að einhver gleðst þessi dægrin
Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 18.11.2008 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.