22.10.2008 | 18:44
Vetrarfrí svetrarfrí
Á morgun byrja grunnskólanemarnir á heimilinu í vetrarfríi og ég er ekkert svakalega hress með það Þetta vetrarfrí sem fólk er skikkað í fer nett í taugarnar á mér. Síðustu ár hafa hlutirnir bjargast hér þar unglingurinn hefur þá auðvitað verið í fríi líka en nú er hann orðinn framhaldsskólanemi og því ekki í vetrarfríi á sama tíma og grunnskólanemarnir. Við foreldrarnir eigum því engan annan kost en að skiptast á að taka okkur frí frá vinnu til að sinna ungunum því ekki skiljum við þá eina eftir í þrjá daga
Þetta hljómar kannski eins og maður nenni ekki að sinna börnunum sínum en ég hef bara skyldum að gegna á mínum vinnustað og það fer í taugarnar á mér að ein stétt í landinu setur vetrarfrí í kjarasamningana sína og þá eiga allar aðrar stéttar sjálfkrafa að fylgja á eftir
Þetta hentar bara hvorki mér né mínum vinnustað. Ef allir foreldrar tækju sér frí með börnunum sínum á þessum tíma myndi þjóðfélagið ekki bara nánast lamast? Ég hrópa ferfalt húrra fyrir þeim grunnskólum sem hafa ákveðið að sleppa vetrarfríi og lengja sumarið í staðinn
Fór í dansinn á mánudaginn. Held að kennarinn þar sé stórlega að ofmeta getu okkar í dansi. Búnar með fjóra tíma og tvo dansa... Þ.e.a.s. í þessum fjórum tímum hefur hún reynt að kenna okkur tvo dansa. Ég hefði kallað gott að ná góðum tökum á einum dansi í átta tímum
264 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er spurning að geyma sumarfrísdaga og nota þá þegar krakkarnir eiga vetrarfrí. Veit um marga foreldra sem hafa það þannig ;) Eigðu gott kvöld.
Aprílrós, 22.10.2008 kl. 19:32
Sé ykkur í anda þarna að brussast kellurnar - get ekki ímyndað mér í eina sekúndu að það sé þokkafullur danstaktur..... hí,hí,hí,hí.....
Þetta með vetrarfríið - það væri nú ljúft ef við værum öll í þessum sama takti og færum bara heila klabbið í vetrarfrí - leik-, grunn-, framhalds- og háskólar á sömu dögunum - en það mun aldrei gerast!!!
Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 22.10.2008 kl. 20:30
Já, það væri ljúft
en ég veit að minn vinnustaður myndi aldeilis lenda í vanda ef allir grunnskólaforeldrarnir myndu geyma sumarfrísdagana sína fram að vetrarfríi
Það er það sem ég er að segja: Lengjum sumarið frekar 
Hrund Traustadóttir, 23.10.2008 kl. 12:25
Svo eru alltaf foreldrar sem myndu jú jú geyma sumarleyfisdagana til að mæta vetrarfríinu en myndu þá ekki nenna að vera með litlu stýrin líka.....og þau því hjá þér og þínum.
Þekki kennara sem sá akkúrat alls engan tilgang í að gefa sonum sínum frí á milli jóla og nýárs því þá ætti hún frí og hún ætlaði sko ekki að fara að "skemma það"
Þökkum bara fyrir að leikskólar og grunnskólar reyna að stilla sig saman með vetrarfrí og starfsdaga.
Didda (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 01:24
Já en þegar leikskólinn og grunnskólinn stilla sig saman með starfsdaga get ég t.d. ekki tekið mér frí til að vera heima með grunnskólanemunum af því þá er starfsdagur hjá mér og frí ekki í boði þannig að það getur verið ansi óhentugt fyrir okkur leikskólakennara
Hrund Traustadóttir, 24.10.2008 kl. 13:01
Djóóók!
alveg var ég ekki að kveikja á því þó við höfum nú oft rætt þetta og það var það sem mín færsla byrjaði á að benda á.....að þið leikskólakennarar lendið í klípu með þetta því fólk vilji vistun fyrir þau yngri þótt þau eldri séu í fríi.
sýnir að ég á ekki að reyna að taka þátt í málefnalegum umræðum, missi þráðinn alltof fljótt. Og ef ég reyni það yfir höfuð, að reyna það þá ekki kl.1.24 um nótt!
reyni a.m.k að fela mig á bak við það:)
Didda (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 10:44
Já börn kennara eeru nú ekki í fríi þegar "kennararnir" eiga vetrarfrí! Svo er þetta bara fáránlegt að ef einhver á vetrarfrí afhverju er það ekki á sama tíma allsstaðar. framhaldsskólarnir voru viku á undan grunnskólunum í RVK með vetrarfrí og viku seinna var Kópavogur með vetrarfrí.... Einhversstaðar heyri ég að þetta væri hermt eftir Dönum... þar taka ALLIR vetrarfrí á sama tíma sem á annaðborð taka vetrarfrí. Já þetta er rugl bara einkafrí kennara ef þú spyrð mig. Mín börn yrðu með lykil um hálsinn eða með mér í vinnunni:(
Ásta Krist´n Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.