Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Hvað með það?

Æji kommon.

Hvað kemur fólki við þó forsætisráðherrann sé samkynhneigður? Vitum við fyrir víst hvort þetta sé fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann? Við höfum ekki hugmynd um það enda kemur það okkur ekki við.

Hvað vitum við um það hvort Geir Haarde eða Davíð Oddsson séu bullandi sadómasó og á kafi í BDSM?

Ekki það að ég sé að leggja að jöfnu samkynhneigð og það sem ég kalla afbrigðilegt kynlíf heldur er ég reyna að undirstrika hvað mér finnst fáránlegt að finnast það koma okkur við hvað fólk gerir í sínu einkalífi og í svefnherberginu. Ég get ekki ímyndað mér að það hafi áhrif á störf Jóhönnu Sigurðardóttur þó maki hennar sé kvenmaður. Ekki frekar en að ég geti ímyndað mér að það hafi áhrif á störf Davíðs Oddssonar að maki hans sé kvenmaður. Eða hvort hann saumi út í frístundum eða sé meðlimur í Þjóðdansafélaginu.

En svo komum við að því að manneskjan er í eðli sínu forvitin. Sér í lagi forvitin um persónulega hagi samborgara sinna. Það er bara verst þegar forvitnin hefur neikvæðar afleiðingar fyrir viðkomandi. Eins og ég get ímyndað mér fyrir Jóhönnu sem komið hefur fram í fjölmiðlum að sé mjög prívat manneskja.

Og lái henni það hver sem vill.


mbl.is Jóhanna vekur heimsathygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að fólki?

Ég er reið. Ég er reið yfir þjóðfélagsástandinu. Ég er reið yfir því að yfirvöld brugðust okkur með því að bregðast ekki rétt við ástandinu, enginn virðist tilbúinn að viðurkenna ábyrgð sína. Fólk í þeim ábyrgðarstöðum sem átti að koma í veg fyrir að hrunið yrði eins slæmt og raun ber vitni er enn í þeim ábyrgðarstöðum og hefur hreinlega komið fram með hroka í fjölmiðlum.

Ég er fylgjandi mótmælum. Þeim mega fylgja læti að mínu mati. En ekki ofbeldi eða skemmdarverk. Reiðin á ekki að beinast að lögreglumönnum sem eru að sinna sínu starfi eflaust margir hverjir jafn reiðir og við hin vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Það er líka búið að skuldsetja þá og þeirra fjölskyldur upp í topp rétt eins og okkar.

En nú tekur steininn úr. Hvað er hægt að segja um fólk sem ekki getur fundið til samkenndar með samborgurum sínum? Forsætisráðherra greinir frá því í fjölmiðlum að hann sé alvarlega veikur og fólki eins og Herði Torfa dettur virkilega í hug að láta út úr sér að það sé pólitískt útspil! Haft er eftir einhverri Guðrúnu Tryggvadóttur að hún telji Geir heppinn að hafa veikst, því nú muni fólk ekki þjarma að honum! Hmmmm, af tvennu illu hvort ætli Geir myndi velja? Illkynja æxli eða að fólk "þjarmi að honum"? Mér finnst nú að sumir ættu virkilega að skammast sín.

Burtséð frá reiði minni yfir viðbrögðum ráðamanna við ástandinu finn ég innilega til með Geir Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og þeirra fjölskyldum og ég óska þeim alls hins besta í sinni baráttu. Mér finnst að við íslendingar eigum að sýna þá samstöðu sem marg hefur verið umrædd og senda þeim hlýja strauma og kveðjur og hafa þau í bænum okkar.


mbl.is „Ekki farin að finna til með honum ennþá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kurt Nilsen og co

Verð að deila einu með ykkur. Raggi fékk geisladisk í afmælisgjöf frá systur minni og hennar manni. Hvorki meira né minna en sér-innfluttur fyrir Ragga Wink Þetta mun vera diskur sem ekki fæst hér á landi en með tónlist sem við hjónin höfum fengið að njóta heima hjá fyrrnefndri systur minni Smile Á diskinum syngja saman á tónleikum fjórir norskir gaurar og þeirra á meðal fyrir þá sem til þekkja er Kurt Nilsen (með frekjuskarðið), sá er vann alheims-Idolkeppnina um árið. Nema hvað, að við erum búin að brenna tvö eintök, eitt í hvorn bíl þannig að þá er orginalinn klár í græjunum heima og þannig getum við gólað okkur hás í bílunum báðum. Ef ég væri á góðærisbankastjóralaunum fengi ég ekki Elton John til að koma og spila í afmælinu mínu. Ég fengi þessa fínu norðmenn. Og hananú.

Ég fann eitt gott tóndæmi á youtube og ákvað sem sagt að deila því með ykkur:

http://www.youtube.com/watch?v=MPl01GRU2Zw

 


Tortelímí...

... var svarað með festu þegar ég spurði Birki hvað hefði verið í matinn í skólanum í gær. Hmmmm, ætli það sé svona svolítið ofsoðið pasta? Shocking

Nú er rétt að komast á einhver regla á heimilinu eftir jólin, svefninn við það að komast aftur í sama vanann en ansi hafa skrefin verið þung fram úr rúminu undanfarna morgna maður minn. Þetta er auðvitað afleiðing þess að maður lá á meltunni í tæpar tvær vikur og sneri sólarhringnum við. Með lengri jólafríum en hefði að sjálfsögðu ekki viljað hafa það styttra þó erfitt sé að koma jafnvægi á liðið eftir herlegheitin.

Raunveruleg áhrif kreppunnar eru aðeins farin að gera vart við sig. Maður finnur hvernig róðurinn er tekinn að þyngjast í vinnunni, ekki má ráða nýtt starfsfólk og yfirvinna á að vera í lágmarki. Álagið er því að aukast þar og er þetta þó vinna sem fylgir mikið álag svona dags daglega. Nú vofir atvinnuleysið yfir þeim samstarfsfélögum Ragga sem sagt var upp störfum sökum samdráttar hjá fyrirtækinu og maður finnur auðvitað innilega til með því fólki og þeirra fjölskyldum.

Svo er það auðvitað fjölskyldan okkar á Vatnsendablettinum sem maður er alltaf að senda hlýja strauma til. Vona bara að það hafi eitthvað að segja þó það dugi skammt.

Ég er alltaf að gefa mér það að ALLIR hugsi eins og ég og haldi nú alveg að sér höndum og setji kortið í frystinn en svo er manni litið á fréttirnar þegar verið er að ræða útsölur og á þeim er fjöldinn allur af fólki að gera góð kaup. Endalaust gott mál að svo margir séu í það góðum málum, ég þori bara ekki að hreyfa veskið mitt Woundering er svo viss um að ástandið eigi eftir að versna ennþá meira og vil því halda fast í hverja krónu.

Dettur mér í því sambandi í hug gullmoli sem kom frá e-u leikskólabarninu; barnið var að koma úr leikskólanum og mamman segir að þau þurfi aðeins að skreppa í Krónuna og versla. Þá segir barnið: En mamma það er ekki hægt, Krónan er hrunin!! LoL

Gleðilegt nýtt ár alle i hoppa Kissing


245 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 16981

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband