Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Aðfangadagur jóla

Þá er aðfangadagur loksins runninn upp og spennan á þessu heimili er að nálgast sama suðupunkt og hangiketið í pottinum Wink Fjölskyldan var að skreyta tréð og pakka inn gjöfum fram á nótt og nú eru feðgarnir farnir á flakk að dreifa pökkum. Hér sit ég eins og haugur og er að manna mig upp í að kikka á læknavaktina og biðja einhvern viti borinn þar að hlusta kellu. Ég hefði nefnilega svo gjarnan viljað fara með feðgunum í pakkabíltúrinn þar sem þeir voru líka að fara að heimsækja nýjasta fjölskyldumeðliminn, bróðurson Ragga sem fæddist í fyrradag Happy En, maður leikur sér ekki að því að flytja pestir inn á heimili hvítvoðunga þannig að hér sit ég og vorkenni sjálfri mér Crying

Mér er svo sem engin vorkunn það er ekki það. Hjartað fyllist sjálfkrafa af gleði á aðfangadag, um leið og ilmurinn af ketinu í pottinum berst um íbúðina eru jólin bara komin hjá mér.

Birkir kom með þessa fínu hugmynd í síðustu viku; "Mamma, ég veit. Eigum við að vera í búningum á jólunum?" Hmmmmm, leyfðu mér að hugsa..... Neeei, ég held bara ekki svei mér þá. "Jú, við eigum svo mikið af búningum, ég get verið í vampírubúningnum mínum!" Já, nei ég lét ekki alveg sannfærast. Þarna vorum við nefnilega búin að vera að máta sparifötin og fara yfir hvað væri orðið of lítið og solleis. Þjóðfélagsástandið hefur ekki alveg farið fram hjá þeim bræðrum og sú umræða á heimilinu að nú þurfum við bara að passa peningana okkar alveg sérlega vel. Hann lét okkur pabba sinn vita í síðasta mánuði að við þyrftum ekkert að vera að kaupa neitt dót handa þeim bræðrum. Þegar við hváðum var svarið að jú, við þyrftum að spara peningana okkar... Það er ekki laust við að við foreldrarnir höfum hugsað á þeim tímapunkti að kannski værum við aðeins of mikið að tala um peninga og vandamál sem þeim getur fylgt við börn sem eiga rétt á að fá að vera áhyggjulaus. En kannski var vampírubúningurinn líka leið til að fría foreldrana frá því að leggja í sparifatakaup. Eða kannski bara leið til að losna við að vera í sparifötunum Tounge

Birkir á það til að fá svona fínar hugmyndir. Í gær var hann til dæmis búinn að finna nafn á nýfæddan frænda sinn: Sigmar. "Sigmar Sigvaldason pabbi, það hljómar vel er það ekki?" Eeeee, jújú, hva þekkir þú einhvern Sigmar? "Neinei, mér finnst þetta bara fínt nafn!".

Yngri bróðir hans kom líka með skemmtilegt gullkorn í síðustu viku. Sá var búinn að vera að dunda sér inni í herbergi og sá eldri var alltaf að koma inn og pota eitthvað í hann. Endaði með því að sá yngri fyrtist við og hvæsti á þann eldri: "Birkir, gæti ég fengið að vera til friðs??!!"

Ójá, Mikael minn þú gætir það alveg. Það tekst bara ekki alltaf hjá þér elsku kallinn minn Grin

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Kissing


Jólaávaxtakaka :)

ChristmasHumor-6

Hún Jóga vinkona mín sendi mér þessa líka fínu uppskrift af jólaköku um daginn. Datt í hug að deila henni með ykkur. Hún er mjög góð.  Þ.e.a.s. uppskriftin Tounge

 

 

Hér er jólauppskriftin mín:

1 bolli vatn
1 bolli sykur
4 stór egg
2 bollar þurrkaðir ávextir
1 teskeið bökunarsódi
1 teskeið salt
1 bolli púðursykur
1 bolli sítrónusafi
1 bolli hnetur
1 FULL flaska af Grand

Smakkið Grandið til að vera viss um að það sé ekki skemmt.
Takið stóra skál.
Athugið Grandið aftur til að vera alveg viss um að það sé ekki skemmt.
Hellið í einn bolla og drekkið. Endurtakið.
Kveikið á hrærivélinni, hrærið 1 bolla af smjöri í stóra, mjúka skál.
Bætið 1 teskeið útí og hrærið aftur.
Athugið hvort Grandið sé nokkuð farið að skemmast, fáið ykkur annan bolla.
Slökkvið á hrærivélinni.
Brjótið tvær fætur og bætið í skálina og hendið út í bollanum af þurrkuðu
ávöxtunum. Hrærið á kveikivélinni.
Ef þurrkuðu ávextirnir festast við hrærararrarna losið þá þá af með
rúfskjárni.
Bragðið á Grandinu til að athuga brestgratið.
Næst, sigtið 2 bolla af salti. Eða einhverju. Hverjum er ekki sama.
Athugið Grandið. Sigtið sítrónusafann og teygið hneturnar. Obb, obb, obb.
Bætið einu borði. Skeið. Af sykri eða ikkað. Hvað sem þú finnur nálægt.
Smyrjið ofninn.
Stillið kökuformið á 250°.
Gleymið ekki að hræra í stillaranum.
Hendið skálinni út um gluggann.
Athugið Grandið aftur. Farið að sofa.

(Finnst ykkur ávaxtakökur hvort sem er nokkuð góðar?)


Hvað er að?

Heldur þetta fólk virkilega að svona rugl verði til þess að fá ráðherra ríkisstjórnarinnar til að hlusta á sig? Vááááá hvað það er rangur misskilningur. Þetta er bara lið sem langar í smá læti og þarna fá þau einhverja útrás sjálfsagt fyrir þá löngun. Og athygli.

Rugl.


mbl.is Átök við Ráðherrabústaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reglur

Þegar ég var búin að vinna í dag sá ég á símanum mínum að mamma vinar hans Birkis hafði verið að reyna að ná í mig. Þegar ég hringdi í hana til baka sagði hún mér að hún hefði rekið augun í Birki á vappi fyrir utan húsið sitt. Þegar hún fór að athuga betur með hann var hann búinn að koma sér fyrir í litlum trékofa sem þau eru með í garðinum. Aðspurður sagðist hann vera að bíða eftir syni hennar en þeir höfðu farið tveir saman til þriðja vinarins. Þar eru komnar nýjar reglur í gildi þannig að það fær aðeins einn vinur að koma inn. Þannig að Birkir hefur þurft að snúa sneyptur við þar sem hinir tveir fóru inn fyrir og kom sér svo fyrir utan við hús hins vinarins til að bíða eftir honum þar sem hann vissi að vinurinn sem átti heimilið með reglunni átti að fara í tónskóla síðar um daginn. Um leið og mamman gerði sér ljóst að Birkir væri að bíða eftir syni hennar var honum boðið inn og þar sat minn og horfði á Simpsons í góðu yfirlæti þegar ég hringdi síðan í hann og ég sótti hann med det samme.

Hvað gengur fólki til með svona reglum? Ekki dytti mér í hug að setja slíka reglu þar sem hún hefur alla vega tvo hluti í för með sér; í fyrsta lagi þarf einn særður drengur að snúa við í dyrunum þar sem hann er ekki velkominn, í öðru lagi set ég barnið mitt í þá aðstöðu að þurfa að gera upp á milli vina. Úff. Vanhugsað, en ég þyrfti ekki að hugsa þetta í eina sekúndu, mér dytti þetta ekki í hug.

IMG_1744 (Small)

 

 

 

 

 

Birkir úti að borða á Spáni í sumar. Fékk vatn í glas á fæti W00t


245 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 16980

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband