Leita í fréttum mbl.is

Fimleikar :(

Drengirnir mínir eru hættir í fimleikum. Alla vega í bili. Af hverju? Vegna þess að þjálfaranum lenti saman við son minn og félagið sá sér ekki fært að bregðast öðruvísi við því en að bjóða okkur endurgreiðslu á æfingagjöldum. Hmmmm. Það er eitthvað ekki í lagi þarna? Stendur félagið virkilega svona ráðþrota gagnvart því þegar þjálfara verður uppsigað við iðkanda? Þetta er fjórða tilvikið sem við vitum um sem kvartað er undan þessum tiltekna þjálfara. Tilvikið með Birki telst ekki til stórmála, hefði verið hægt að leysa þetta með því að þjálfarinn t.d. bæðist afsökunar á að hafa misst stjórn á sér?  Ég veit ekki hvað skal halda. Er bara með sorg í hjartanu yfir því að þeir séu hættir, fimleikar eiga vel við báða drengina. Það var reyndar tekið fram að þeir væru báðir velkomnir í haust. Það virðist bara vanta upp á hvað við erum velkomin í vor.

Við hljótum að velta fyrir okkur hvort til sé annað félag og þá mögulega minna félag sem heldur betur utan um iðkendur? Það er kannski borin von, en við komum til með að kynna okkur önnur fimleikafélög áður en ákvörðun verður tekin um að snúa aftur í það gamla Errm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég á ekki til aukatekið orð. Hvað er í gangi? Hélt að þetta væri þjónusta fyrir börn en ekki fyrir þjálfara? Margar aðrar lausnir til á vandanum en að endurgreiða ykkur bara gjaldið og farvel, skítt með börnin bara. Fjölnir og Fylkir eru með virkt fimleikastarf fyrir drengi. Ekki spörning um að leita annað. Þetta er ansalegt svo ég vitni nú aðeins í börnin. Ömurleg staða að þurfa að taka drengina úr fimleikunum sem þeir hafa stundað í svo langan tíma. Þetta er auðvitað algjörlega fáranlegt þjónustuleysi hrumpf.

Helena (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 00:49

2 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Sérstaklega fáránleg lausn í ljósi þess hve viljug þið voruð til að leysa þetta.  Margir foreldrar hefðu skellt á eftir sér hurðinni og kennt börnum sínum þá lexíu að hætta bara í stað þess að finna lausn. Ykkur er langt í frá umbunað fyrir það í þessu máli.

Kristín Bjarnadóttir, 6.5.2009 kl. 21:47

3 identicon

Fáránlegt!  bara á ekki orð!

Ég hef góða reynslu af Ármanni í Laugardalnum með hana Brynhildi Evu mína.

Ásta Kristín (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

243 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband