Leita í fréttum mbl.is

Hvað með það?

Æji kommon.

Hvað kemur fólki við þó forsætisráðherrann sé samkynhneigður? Vitum við fyrir víst hvort þetta sé fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann? Við höfum ekki hugmynd um það enda kemur það okkur ekki við.

Hvað vitum við um það hvort Geir Haarde eða Davíð Oddsson séu bullandi sadómasó og á kafi í BDSM?

Ekki það að ég sé að leggja að jöfnu samkynhneigð og það sem ég kalla afbrigðilegt kynlíf heldur er ég reyna að undirstrika hvað mér finnst fáránlegt að finnast það koma okkur við hvað fólk gerir í sínu einkalífi og í svefnherberginu. Ég get ekki ímyndað mér að það hafi áhrif á störf Jóhönnu Sigurðardóttur þó maki hennar sé kvenmaður. Ekki frekar en að ég geti ímyndað mér að það hafi áhrif á störf Davíðs Oddssonar að maki hans sé kvenmaður. Eða hvort hann saumi út í frístundum eða sé meðlimur í Þjóðdansafélaginu.

En svo komum við að því að manneskjan er í eðli sínu forvitin. Sér í lagi forvitin um persónulega hagi samborgara sinna. Það er bara verst þegar forvitnin hefur neikvæðar afleiðingar fyrir viðkomandi. Eins og ég get ímyndað mér fyrir Jóhönnu sem komið hefur fram í fjölmiðlum að sé mjög prívat manneskja.

Og lái henni það hver sem vill.


mbl.is Jóhanna vekur heimsathygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef eitthvað er þá finnst mér hún bara merkilegri fyrir vikið.

Ásta (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 18:08

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég er sammála þér okkur kemur ekkert við hvernig heimilislífið er hjá okkar stjórnmálamönnum. 

Aftur á mót ef Davíð væri í Þjódansafélaginu þá væri hann miklu betri stjórnandi þar þarf hann að stíra dömunum í gegnum dansinn.  (Ég hef dansað með Þjóðdansafélaginu frá 1975)

Þórður Ingi Bjarnason, 29.1.2009 kl. 22:14

3 identicon

ég gæti samt best trúað að í þessu samhengi skipti þetta máli.  Manneskja með reynslu af því að fara á skjön við normin í samfélaginu, að tilheyra minnihlutahópi, og jafnvel neyðast til að vera prívat sökum fordóma og skammsýni hlýtur að vera með annan og betri vinkil á málin.  Bara leiðinlegt að sé gert grín að þessu.

mér annars stórskemmtilegt hvað margir eru að komast að því fyrst núna að hún sé samkynhneigð og það segir mér hvað Íslendingar eru komnir langt í þessum málum, það hefur hingað til ekki þótt nein ástæða til að taka kynhneigð hennar sérstaklega fram ekkert frekar en annara þingmanna.  Ímynda mér að það hefði verið það fyrsta sem hefði verið nefnt hér í eina tíð.

Legg að lokum til að Davíð verði gerður samkynhneigður í einn dag, hlýtur að koma eitthvað skemmtilegt út úr því

Didda (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 00:28

4 Smámynd: Helga Sigríður Úlfarsdóttir

Já Hrundin mín - hann Helgi veit sko meira en þið öll þarna úti - hann var sko daglegur gestur á því heimili við að mála veggi hússins sem geyma þeirra prívatlíf og by the way hann segir þær bráðskemmtilegar og hressar kellur sem hafi verið yndislegt að vinna fyrir - svo ég býst við miklu frá Frú Jóhönnu enda hún þekkt af röggsemi í vinnu í félagsmálaráðuneytinu......

Svo er það annar handleggur með samkynhneigð fólks - er ekki sonur Davíðs öfugur??? Spyr sá sem ekki veit???

Helga Sigríður Úlfarsdóttir, 30.1.2009 kl. 20:26

5 identicon

Svo er einn vinkill á þessu sá að allir eru að hæla okkur íslendingum fyrir að vera ekki fullir fordómum og að við kippum okkur ekkert upp við þetta. Hvernig ætli málum væri háttað ef þetta hefði alltaf verið öllum kunnugt? SS ég er að upplifa það að flestir höfðu ekki hugmynd um þetta sem er eðlilegt þar sem okkur kemur þetta í raun ekki við. En ætli fylgi hennar hefði verið minna ef þetta hefði verið á allra vitorði? Ætli hún hefði haft þann stuðning sem hún hefur haft? Maður spyr sig. Erum við í raun svona fordómalaus eins og sagt er?  Held ekki en ég er ánægð með kellu! Vonandi tekst þetta hjá þeim á þessum fáu dögum.

Ásta (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 14:05

6 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

hárétt hjá Ástu það er alveg óvíst að hún hefði haft þetta fylgi ef þetta hefði verið á allra vitorði-vona að það hafi margir orðið að éta þetta ofan í sig.

Kristín Bjarnadóttir, 2.2.2009 kl. 22:12

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég hallast algjörlega á sveif með Diddu hér. Ef Íslendingum þætti yfir höfuð eitthvað merkilegt við kynhneigð Jóhönnu hefði hún verið á allra vitorði. Ég kom sjálf af fjöllum þegar þetta kom upp í fjölmiðlum nú um daginn og ákvað að gera skyndikönnun í vinnunni. Þ.e. hvort það væri almennt á vitorði Íslendinga að Jóhanna væri lesbísk. Niðurstaðan var algjörlega 50/50. Sumir vissu það, vissu að hún byggi með Jónínu Leósd. Aðrir sögðu, já er það? og búið.

Ég held að hinum almenna Íslendingi finnist kynhneigð annarra ekki mál. Og dettur ekki í hug að slíkt hafi áhrif á störf manna.

Og nota bene: er ekki mun líklegra að kynhneigð hefði áhrif í slæman hátt á vinnu manna/kvenna, ef hún væri falin (þ.e. kynhneigðin).

Allir út úr skápnum!!

Hrund, takk fyrir falleg orð í kommentakerfinu á síðunni minni.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.2.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

245 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 16981

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband