Leita í fréttum mbl.is

Reglur

Þegar ég var búin að vinna í dag sá ég á símanum mínum að mamma vinar hans Birkis hafði verið að reyna að ná í mig. Þegar ég hringdi í hana til baka sagði hún mér að hún hefði rekið augun í Birki á vappi fyrir utan húsið sitt. Þegar hún fór að athuga betur með hann var hann búinn að koma sér fyrir í litlum trékofa sem þau eru með í garðinum. Aðspurður sagðist hann vera að bíða eftir syni hennar en þeir höfðu farið tveir saman til þriðja vinarins. Þar eru komnar nýjar reglur í gildi þannig að það fær aðeins einn vinur að koma inn. Þannig að Birkir hefur þurft að snúa sneyptur við þar sem hinir tveir fóru inn fyrir og kom sér svo fyrir utan við hús hins vinarins til að bíða eftir honum þar sem hann vissi að vinurinn sem átti heimilið með reglunni átti að fara í tónskóla síðar um daginn. Um leið og mamman gerði sér ljóst að Birkir væri að bíða eftir syni hennar var honum boðið inn og þar sat minn og horfði á Simpsons í góðu yfirlæti þegar ég hringdi síðan í hann og ég sótti hann med det samme.

Hvað gengur fólki til með svona reglum? Ekki dytti mér í hug að setja slíka reglu þar sem hún hefur alla vega tvo hluti í för með sér; í fyrsta lagi þarf einn særður drengur að snúa við í dyrunum þar sem hann er ekki velkominn, í öðru lagi set ég barnið mitt í þá aðstöðu að þurfa að gera upp á milli vina. Úff. Vanhugsað, en ég þyrfti ekki að hugsa þetta í eina sekúndu, mér dytti þetta ekki í hug.

IMG_1744 (Small)

 

 

 

 

 

Birkir úti að borða á Spáni í sumar. Fékk vatn í glas á fæti W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hvaða reglur eru þetta. Algjörlega fáranlegt. Aldrei myndi ég setja börnin mín í þá stöðu að velja á milli vina. Hvaða máli skiptir hvort það eru tveir eða fimm krakkar inni.

Berglind.is ókunn (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 22:37

2 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Ömurlegt að heyra þetta.  Elsku Birkir.

En ertu búin að athuga hvort þetta er raunveruleg regla á heimilinu eða eitthvað sem var búið til af hinum tveimur strákunum á staðnum?

Trúi þessu bara varla upp á fullorðið fólk!

kv.D

Kristín Bjarnadóttir, 9.12.2008 kl. 09:59

3 Smámynd: Hrund Traustadóttir

Jújú, og þetta er regla á heimilinu...

Hrund Traustadóttir, 9.12.2008 kl. 18:02

4 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Voðalega getur fólk verið skrítið!!  Hvað vakir fyrir fólki?  Rosalega væri ég til í að heyra hvernig fólkið hugsar þetta.

Getur verið að þau treysti sínu barni illa með marga inni hjá sér?

Ég get ekki skilið þetta, sama hvað ég reyni.

Kristín Bjarnadóttir, 10.12.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

248 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband