Leita í fréttum mbl.is

Hvar er fjármálaráðherra?

Hvar hefur fjármálaráðherra haldið sig frá því bankarnir féllu? Það fréttist af honum tala við Alistair Darling en síðan hefur maðurinn hvorki heyrst né sést. Skyldi hann vera týndur eða...? Það ríkir fjármálakreppa á landinu og fjármálaráðherra er hvergi sjáanlegur?! Af hverju var hann ekki á þessum blaðamannafundi? Ég veit að hann er dýralæknir en eitthvað hlýtur maðurinn að vita um fjármál? Og þó, kannski ekki. Þetta finnst mér nefnilega svo skrýtið. Af hverju er t.d. Menntamálaráðherra ekki með grunnmenntun frá KHÍ? Eftir hverju er farið þegar raðað er í ráðherraembætti? Maður hefði haldið að svipað og með önnur störf og jafnvel enn frekar, þá þurfi maður að búa yfir grunnþekkingu á þeim málum sem maður er að fara að starfa með? Ég t.d. menntaður leikskólakennarinn fengi sennilega aldrei vinnu sem pípari eða lögfræðingur. Held ekki alla vega, ég ætti kannski að prófa að sækja um starf sem ég hef hvorki reynslu eða þekkingu á? Það virkaði fyrir Árna Smile Hann ætti að vera öllum hnútum kunnugur í fjósinu þegar beljurnar bera, og er væntanlega fær í að sjúkdómsgreina dýr og meðhöndla, en hvar er fjármálareynslan, menntunin og þekkingin? Eins er með Þorgerði Katrínu. Þarf Menntamálaráðherra ekki að hafa grunnþekkingu á þeim málefnum sem hann starfar að?

Mér finnst þetta svolítið segja mér hvernig staðið hefur verið að málum við embættisveitingar. Vinir og vandamenn eru þeir sem fá embættin, en ekki þeir sem hæfastir eru til þeirra.


mbl.is Ný greiðslujöfnunarvísitala tekin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Þú fittar fínt á alþingi með þína menntun, það eru 63 leikskólabörn þar !

Sævar Einarsson, 14.11.2008 kl. 22:13

2 identicon

eina leiðin er að fara að fordæmi bandaríkjamanna og greina á milli þingmanna og ráðherra.  Ráðherrar séu þá fagfólk, sem virkur forseti velur sér.

en fyrir forvitnissakir, hvaða menntun telur þú hæfa fyrir forSÆTisráðherra?  Innanhúsarkitektúr?

Didda (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 23:46

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Mitt mat er það að til að gegna starfi forsætisráðherra þyrfti viðkomandi að hafa menntun sem stjórnmálafræðingur og félagsmálafræðingur.

Sævar Einarsson, 15.11.2008 kl. 00:08

4 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

hvers vegna taka félagsmálin sérstaklega? Spurning hvort þetta er ekki bara spurning um stjórnunarhæfileika? eru menn svo ekki bara með ráðgjafa og nefndir?  ein stétt getur varla verið annari fremri í að sinna þessu starfi.  kannski sama hvaða menntun býr að baki ef menn búa ekki yfir frábærum stjórnunarhæfileikum

Kristín Bjarnadóttir, 15.11.2008 kl. 00:20

5 Smámynd: Hrund Traustadóttir

Nákvæmlega. Mann þarf ótvírætt að hafa bein í nefinu og vera búinn að mennta sig í stjórnunarfræðum and that´s it basicly? Kæmi sér reyndar vel að vera útskrifaður frá Dale Carnegie, þ.e. það gengur ekki að koma fyrir eins og freðýsa í fjölmiðlum. Óþarfi að maður þurfi að vera með menntun í félagsmálum þar sem manneskjan sem maður ræður í Félagsmálaráðuneytið ætti að sjá um þau málefni, ikke?

Hrund Traustadóttir, 16.11.2008 kl. 14:47

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Aha, bæði já og nei hér..... er soldið sammála Diddu um stjórnunarhæfileikana, og það er rétt, að þessir menn hafa náttúrlega heilt ráðuneyti sem starfslið til að ráðgefa og leiðbeina og semja ræður fyrir sig..... eitthvað vit hlýtur fólk þó að þurfa að hafa og heldur þú ekki, Hrund mín, að þú hafir sæmilegt vit á málefnum þessa lands, alveg eins og sumir aðrir? Ég held alveg að þú gætir sinnt einhverju ráðuneyti með þína alhliða þekkingu á mörgu.... alveg eins og ég og fleiri aðrir. Þarna gildir kannski að hafa áhugann og að "brenna" fyrir hlutunum, svo getur maður aflað upplýsinga.... stundum eftir á....

Takk fyrir bloggvináttu  leiðinlegt að geta ekki verið með ykkur um daginn, þetta var mín vinnuhelgi, og mömmuhelgi, svo ég átti eiginlega alls ekkert heimangengt meira.....

Sé ykkur næst, en fylgist með þér hér.

Knús frá Lilju

Lilja G. Bolladóttir, 16.11.2008 kl. 19:39

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nákvæmlega þetta hefur verið umræðuefnið í minni fjölskyldu undanfarið. Hvað er eiginlega málið!!! Að vera með dýralækni sem fjármálaráðherra? Þetta er bara fáránlegt. Það er fáránlegt að ráðherrar hafi ekki a.m.k. lágmarkskunnáttu í því starfi sem þeir gegna. Mér finnst t.d. út´i hött að sjávarútvegsráðherra hafi aldrei migið í saltan sjó.

Takk fyrir bloggvinaboð

Jóna Á. Gísladóttir, 16.11.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

243 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband